
Má bjóða þér örugga og þægilega greiðsluleið?
Netgíró notendur versla á netinu og skilja veskið eftir heima þegar þeir fara í búðina. Sumir þeirra borga strax, aðrir nýta sér 14 daga greiðslufrest, eða borga einn reikning um mánaðarmót – svo er líka ekkert mál að dreifa greiðslunum eða taka lán, bara eins og hentar hverjum og einum.

14 daga vaxtalaus reikningur
Þegar þú borgar með Netgíró í verslun eða á netinu, færð þú allt að 14 daga vaxtalausan greiðslufrest. Greiðslur undir 3000 kr. taka aðeins á sig 98 kr. tilkynningar- og greiðslugjald, 198 kr. – 298 kr. á stærri greiðslum.


Netgíró mánuður!
Netgíró mánuður er greiðsluleið hjá Netgíró þar sem þú safnar ölllum færslunum þínum á einn mánaðareikning. Það er bæði einfalt og þægilegt að nota Netgíró mánuð hvort sem þú velur að versla oft eða sjaldnar.
Tímabilið er frá 26.- 25. næsta mánaðar og reikningur er sýnilegur til greiðslu um mánaðarmótin. Til að virkja Netgíró mánuð skráir þú þig inn og breytir stillingum í appinu eða á þínum síðum. Eftir það safnast þín notkun í eina kröfu í heimabankanum þínum. Ef þú notar Netgíró mánuð þá greiðir þú aðeins 495 kr. mánaðargjald.
Mögulegt er að skipta Netgíró mánuði niður á 2- 24 mánuði allt eftir upphæð reiknings.

Einfaldari raðgreiðslur
Við bjóðum upp á einfalda og þægilega lausn ef þú vilt dreifa greiðslum vegna stærri innkaupa í allt að 24 mánuði. Þú verslar með Netgíró í versluninni og dreifir greiðslunum sjálf/ur í appinu eða á þínum síðum.

NETGÍRÓ LÁN

LÁN
Vantar aðeins upp á?
Þú getur fengið allt að milljón krónum að láni hjá Netgíró. Umsóknarferlið er 100% rafrænt og þú getur fengið lánið greitt inn á reikning samdægurs.
SÖLUAÐILAR
SÖLUAÐILAR
Hvar get ég notað Netgíró?
Þú getur verslað með Netgíró á netinu og í verslunum á yfir 2000 sölustöðum um land allt.

Vantar þig lán?
Smelltu hér!

Langar þig að stunda kortalaus viðskipti?
Með Netgíró appinu getur þú haft betri stjórn á útgjöldunum þínum og farið að skilja veskið eftir heima.