Netgíró lán er frábær óhefðbundin lánaleið. Við lánum þér allt að 1.000.000 króna og greiðum lánið samstundis inn á reikninginn þinn. Einfaldara og þægilegra verður það varla. Allt ferlið rafrænt. 

Við hjá Netgíró leggjum metnað okkar í að vera óhefðbundin en þægileg greiðsluleið. Að bjóða upp á Netgíró lán er þannig hluti af þeirri þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar, þannig að þú getir borgað betur.

Að sækja um Netgíró lán

Það er afar einfalt að sækja um Netgíró lán og er allt ferlið rafrænt. Þú einfaldlega opnar appið þitt eða ferð inn á mínar síður, þar sem hægt er að sækja um lán. Við lánum að hámarki 150.000 kr. í senn, en lánsheimild fer eftir lánshæfismati þínu sem unnið er af Creditinfo. Þannig getur einstaklingur sem er með 300.000 kr. heimild hjá okkur sótt um 2 150.000 kr. lán. Lágmarkslán eru 50.000 kr. og vinsamlegast athugið að staða heimildar hefur áhrif á upphæð láns.

Þegar þú hefur valið upphæð láns þá geturðu valið um lánstímabil, eða á hversu löngum tíma þú vilt greiða niður lánið. Við lánum til allt að 24 mánaða og þú getur séð útreiknaða áætlaða meðalgreiðslu á mánuði. Þegar þú hefur samþykkt skilmála okkar og slegið inn bankaupplýsingar þínar þá greiðum við lánið inn á reikning þinn samstundis. Þú getur einnig skoðað hvernig lánið þitt kæmi út í lánareikninum okkar.

Óhefðbundin greiðsluleið

Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á þægilega, örugga og einfalda greiðsluleið. Þannig getur þú ekki aðeins notað Netgíró til að greiða fyrir vörur og þjónustu á netinu, heldur má einnig nota Netgíró til að greiða fyrir vörur og þjónustur í öllum helstu verslunum. Netgíró lán er aðeins ein af þjónustuleiðunum sem standa notendum okkar til boða. Við viljum tryggja að þú hafir alltaf val um með hvaða hætti þú vilt greiða fyrir vörur og þjónustur.

Þegar þú velur að greiða með Netgíró þá stendur þér til boða að greiða reikning innan 14 daga án nokkurs tilkostnaðar. Þá getur þú einnig valið um að dreifa greiðslu til allt að 12 mánaða. Netgíró lán eru þannig sjálfsögð viðbót við þá þjónustu sem við bjóðum notendum.