Fara á efnissvæði

  Fyrirtæki

  Greiðslulausn Netgíró er nú þegar í boði hjá þúsundum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Innleiðing á lausnum Netgíró hefur í för með sér aukna valmöguleika fyrir neytendur og engin áhrif á uppgjör söluaðila.

  • Viltu stækka kúnnahópinn?

   Notendur Netgíró er ört stækkandi hópur sem hleypur á tugum þúsunda. Hópurinn er ótrúlega fjölbreyttur og spannar allan aldur og öll kyn.

  • Viltu selja meira?

   Reynslan sýnir að möguleiki á þægilegri greiðsludreifingu fyrir viðskiptavini hefur jákvæð áhrif á sölu.

  • Viltu mæta þörfum kúnna?

   Við greiðum söluaðilum út mánaðarlega á meðan viðskiptavinir þeirra geta dreift greiðslum í allt að 24 mánuði.

  Netgíró styður

  Netgíró styður öll helstu kassakerfi og vefverslanir.

  Farðu inn á tækniþjónustuvef okkar https://netgiro.github.io fyrir frekari upplýsingar um hvernig þú getur tengt þitt kerfi við Netgíró á einfaldan hátt.

  • Magento
  • OpenCart
  • Shopify
  • WooCommerce
  • Centara - Intelligent Retail
  • DynamicWeb
  • dk hugbúnaður
  • PrestaShop

  Hvorki með kassakerfi né vefverslun?

  Engar áhyggjur, við höfum þegar hannað lausn fyrir þig.

  Netposinn okkar er aðgengilegur á netposi.netgiro.is og hægt að nota hvar sem er. Þú getur á einfaldan hátt tekið á móti Netgíró greiðslum.

  Einhverjar spurningar?

  • Með því að bjóða upp á fjölbreyttari greiðslumöguleika eykur þú þjónustu og opnar dyrnar á fleiri viðskiptavini. Netgíró býður upp á einfalda og þægilega greiðsludreifingu sem margir viðskiptavinir kunna að meta.

  • Forsvarsmenn fyrirtækja, hvort sem er í verslun eða netverslun hafa samband við okkur eða skrá sig hér á heimasíðu Netgíró. Í framhaldi mun viðskiptastjóri Netgíró hafa samband við þig.

  • Innleiðing og uppsetning á lausnum Netgíró er söluaðilum að kostnaðarlausu.

  • Netgíró vinnur með úrvalsliði tækni- og kerfisfræðinga sem stýra allri innleiðingu hvort sem um er að ræða uppsetningu í verslun eða í netverslun. Vesen er ekki til í þeirra orðabók.

  • Einföld uppsetning á Netgíró í verslun frá undirritun samstarfssamnings tekur um það bil 10 mínútur með kennslu til starfsmanna. Uppsetning í netverslun tekur allt að 48 klst. Til að auðvelda enn frekar fyrir innleiðingu hefur Netgíró gert samning við flesta þjónustuaðila verslana og netverslana á Íslandi.

  • Advania, SmartMedia, Apon, Hugsmiðjan, IO, MyCompany, Síðugerð, Dalpay, karfa.is, Netvistun, Körfukerfi.net, Netheimar, Davíð & Golíat, Allra átta, Notando, Premis, VK hugbúnaður, Stefna, Rue de Net, Outcome, Hype, Vettvangur, Overcast, Avista, Zolon, Xodus.is, WeDo, Reynd, Wise, DK, Hugbúnaður, MerkúrPoint, TM software.

  • Forsvarsmaður fyrirtækis fær sérstakan stjórnenda aðgang að öruggum þjónustusíðum Netgíró sem eru aðgengilegar í gegnum netið. Þar er hægt að skoða nákvæmar upplýsingar um vörusölu og reikninga.