Fyrirtæki

  Greiðslulausn Netgíró er nú þegar í boði hjá þúsundum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Innleiðing á lausnum Netgíró hefur í för með sér aukna valmöguleika fyrir neytendur og engin áhrif á uppgjör söluaðila.

  Skrá mig sem söluaðila

  Viltu stækka kúnnahópinn?

  Notendur Netgíró er ört stækkandi hópur sem hleypur á tugum þúsunda. Hópurinn er ótrúlega fjölbreyttur og spannar allan aldur og öll kyn.

  Viltu selja meira?

  Reynslan sýnir að möguleiki á þægilegri greiðsludreifingu fyrir viðskiptavini hefur jákvæð áhrif á sölu.

  Viltu mæta þörfum kúnna?

  Við greiðum söluaðilum út mánaðarlega á meðan viðskiptavinir þeirra geta dreift greiðslum í allt að 24 mánuði.

  Netgíró styður

  Netgíró styður öll helstu kassakerfi og vefverslanir.

  Farðu inn á tækniþjónustuvef okkar developer.netgiro.is fyrir frekari upplýsingar um hvernig þú getur tengt þitt kerfi við Netgíró á einfaldan hátt.

  • Magento
  • Shopify
  • Centara - Intelligent Retail
  • dk hugbúnaður
  • OpenCart
  • WooCommerce
  • DynamicWeb
  • PrestaShop

  Hvorki með kassakerfi né vefverslun?

  Engar áhyggjur, við höfum þegar hannað lausn fyrir þig.

  Netposinn okkar er aðgengilegur á netposi.netgiro.is og hægt að nota hvar sem er. Þú getur á einfaldan hátt tekið á móti Netgíró greiðslum.

  Einhverjar spurningar?

  Hér finnur þú spurningar um allt og ekkert tengt Netgíró.

  Sjá fleiri spurningar og svör

  Með því að bjóða upp á fjölbreyttari greiðslumöguleika eykur þú þjónustu og opnar dyrnar á fleiri viðskiptavini. Netgíró býður upp á einfalda og þægilega greiðsludreifingu sem margir viðskiptavinir kunna að meta.

  Forsvarsmenn fyrirtækja, hvort sem er í verslun eða netverslun hafa samband við okkur eða skrá sig hér á heimasíðu Netgíró. Í framhaldi mun viðskiptastjóri Netgíró hafa samband við þig.

  Innleiðing og uppsetning á lausnum Netgíró er söluaðilum að kostnaðarlausu.

  Netgíró vinnur með úrvalsliði tækni- og kerfisfræðinga sem stýra allri innleiðingu hvort sem um er að ræða uppsetningu í verslun eða í netverslun. Vesen er ekki til í þeirra orðabók.

  Einföld uppsetning á Netgíró í verslun frá undirritun samstarfssamnings tekur um það bil 10 mínútur með kennslu til starfsmanna. Uppsetning í netverslun tekur allt að 48 klst. Til að auðvelda enn frekar fyrir innleiðingu hefur Netgíró gert samning við flesta þjónustuaðila verslana og netverslana á Íslandi.

  Advania, SmartMedia, Apon, Hugsmiðjan, IO, MyCompany, Síðugerð, Dalpay, karfa.is, Netvistun, Körfukerfi.net, Netheimar, Davíð & Golíat, Allra átta, Notando, Premis, VK hugbúnaður, Stefna, Rue de Net, Outcome, Hype, Vettvangur, Overcast, Avista, Zolon, Xodus.is, WeDo, Reynd, Wise, DK, Hugbúnaður, MerkúrPoint, TM software.

  Forsvarsmaður fyrirtækis fær sérstakan stjórnenda aðgang að öruggum þjónustusíðum Netgíró sem eru aðgengilegar í gegnum netið. Þar er hægt að skoða nákvæmar upplýsingar um vörusölu og reikninga.

  Öruggt og þægilegt