Fara á efnissvæði

    Einstaklingar

    Netgíró er í grunninn einföld greiðslulausn. Þú notar hana til að greiða fyrir vörur og þjónustu en hefur svo þann valkost að dreifa greiðslunum eftir eigin hentugleika.

    • Örugg greiðslulausn

      Öll kaup sem þú gerir með Netgíró safnast saman á einn reikning sem er til greiðslu um mánaðarmót. Reikningurinn birtist í heimabankanum þínum og færslutímabilið er 26. - 25. hvers

      Skoða nánar
    • Þægileg greiðsludreifing

      Ef það hentar þér betur er ótrúlega einfalt að dreifa greiðslum í appinu eða á mínum síðum. Þú getur valið að dreifa reikningi heils mánaðar eða stökum kaupum. Hjá Netgíró getur þú dreift greiðslum í allt að 24 mánuði.

      Skoða reiknivél
    • Netgíró Lán

      Þú getur líka tekið peningalán hjá Netgíró. Umsóknarferlið er 100% rafrænt og þú getur fengið lánið greitt inn á reikning samstundis. Þú sækir um lán í appinu eða inn á mínum síðum þar sem þú velur upphæð og lánstíma.

      Sækja um lán

    Einhverjar spurningar?

    • Netgíró virkar í rauninni eins og kreditkort. Þú notar appið til að versla og færslurnar safnast saman á einn reikning sem er til greiðslu um mánaðarmót.

    • Þegar komið er að því að greiða opnar þú Netgíró appið og setur strikamerki upp á skjáinn sem starfsmaður verslunarinnar skannar. Einfalt, öruggt og þægilegt.

    • Þú velur að greiða með Netgíró, slærð svo inn símanúmerið þitt og staðfestir svo kaupin í Netgíró appinu. Einfalt, öruggt og þægilegt.

    • Þú greiðir 495 króna mánaðargjald fyrir hvern mánuð sem þú notar Netgíró. Kjósir þú að dreifa greiðslum fer kostnaðurinn eftir upphæð og fjölda gjalddaga. Kynntu þér endilega verðskránna okkar hér og prófaðu reiknivélina okkar.

    • Þúsundir verslana bjóða upp á greiðslulausn Netgíró. Þú getur skoðað hvern og einn einasta þeirra hér.

    • Úttektartímabilið er frá 26. til 25. næsta mánaðar. Reikningur birtist í netbankanum þínum. Þú sérð yfirlit yfir stöðu reikninga þegar þú innskráir þig inn á heimasíðu okkar. Reikningurinn birtist í netbanka þínum 25. hvers mánaðar.

    • Það tekur yfirleitt aðeins nokkrar mínútur fyrir okkur að sjá að greiðsla hefur borist. Ef greitt er eftir klukkan 21:00 merkist reikningurinn ekki greiddur fyrr en næsta dag.

    • Þú getur alltaf nýtt þér heimildina þína svo lengi sem reikningurinn er ekki kominn í alvarleg vanskil.

    • Greiðsludreifingin er einföld lausn sem gerir viðskiptavinum Netgíró kleift að dreifa greiðslum vegna stærri innkaupa í allt að 24 mánuði. Lægsta fjárhæð sem hægt er að dreifa er 9.900 kr. og mögulegt er að skipta henni á tvo gjalddaga. Allar nánari upplýsingar má finna hér.

    • Ef þú óskar eftir að fá hærri heimild getur þú haft samband við þjónustuver okkar í síma 4 300 330 eða á netfang netgiro@netgiro.is.

    • Hér getur þú séð allan kostnað vegna frum- og milliinnheimtu.

    Sæktu appið og prófaðu

    Netgíró er einfalt, öruggt og þægilegt í notkun. Nýskráðu þig hér á síðunni og sæktu svo appið