Það er einfalt að setja upp vefverslun með Woocommerce og enn einfaldara að setja upp Netgíró sem greiðsluleið. Þetta er blanda sem getur ekki klikkað. 

WordPress er eitt allra vinsælasta vefumsjónarkerfið í dag. Skyldi engan undra, þar sem WordPress er ekki bara einfalt og þægilegt í uppsetningu og viðhaldi, heldur er það ókeypis og afar notendavænt. Þá geta notendur bætt við virkniþáttum og viðbótum án mikillar fyrirhafnar.

Woocommerce er vefverslunarviðbót fyrir WordPress. Þetta vefverslunarkerfi hentar vefverslunum af öllum stærðum og gerðum og hægt er að notast við margs konar og fjölbreyttar viðbætur sem gera upplifun notenda algjörlega einstaka.

Woocommerce og Netgíró

Woocommerce og Netgíró er blanda sem getur ekki klikkað. Það hefur fyrir löngu sýnt sig að með því að bjóða upp á Netgíró í netversluninni þinni aukast líkurnar á því að notendur ákveðið að kaupa vörur þínar eða þjónustu. Ástæðan er einföld, notendum vilja hafa val um hvaða greiðsluleið þeir nota hverju sinni og Netgíró er frábær valkostur.

Við bjóðum notendum okkar nokkrar ólíkar greiðsluleiðir, þeir geta t.d. valið um 14 daga greiðslufrest, raðgreiðslur og Netgíró lán, allt leiðir sem tugþúsundir notenda okkar þekkja og nota reglulega.

Að setja upp Netgíró sem greiðslulausn

Það er afar einfalt að setja upp Netgíró sem greiðslulausn fyrir Woocommerce og þú þarft ekki að vera með neina sérstaka tækniþekkingu til þess.

Fyrsta skrefið er að sækja Netgíró viðbótina. Það er gert með því að smella á Viðbætur (eða Plugins ef kerfið er á ensku hjá þér), velur síðan Setja upp viðbót (eða Add new). Í leitarstikuna skrifar þú Netgíró og ætti WordPress þá að birta þér Netgíró viðbótina.

Þú þarft þá að setja viðbótina upp og virkja hana.

Að því loknu þarftu að fara inn í stillingar á viðbótinni og setja inn Application ID og Secret Key en hvoru tveggja finnurðu á síðunni þinni á partner.netgiro.is.

Þá er það komið. Nú ættu notendur þínir að geta valið að borga með Netgíró og þú vonandi að selja meira.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.

Við bjóðum notendum okkar og viðskiptavinum frábæra þjónustu og leggjum okkur fram um að hjálpa þér að láta netverslunina þína vaxa. Heyrðu endilega í okkur ef þú vilt bjóða upp á Netgíró sem greiðslulausn eða þig vantar einhverja aðstoð við að setja greiðslulausnina upp.