Verslaðu heima! Þú getur auðveldlega gert nær öll innkaup á netinu og notað Netgíró til að borga. Svo geturðu fengið allar vörur sendar heim að dyrum. 

Ein besta sóttvörnin á þessum erfiðu tímum er að vera lítið á ferðinni og halda sig jafnvel sem mest heima við. Þannig hafa sóttvarnaryfirvöld mælst til að fólk á höfuðborgarsvæðinu haldi sig innan marka borgarinnar og séu ekki á ferðinni út á land, sé hjá slíkum ferðalögum komist.

Við erum öll almannavarnir og þurfum að standa saman. Það getur þýtt að við verðum að neita okkur um að gera ýmislegt sem við erum vön að gera, t.d. að fara daglega í verslanir eða búðir. En þrátt fyrir það getum við sinnt flestum innkaupum eins og okkur hentar best, með hjálp tækninnar.

Verslaðu heima

Fjömargar verslanir og stórmarkaðir bjóða upp á virkilega vandaðar og þægilegar vefverslanir, þar sem þú getur átt öll þín innkaup. Hvort sem þú leitar eftir raftækjum, leikföngum, húsgögnum eða matvöru, þá er úrval netverslana ótrúlega mikið. Fjölmargar þeirra bjóða upp á heimsendingu á vörum, sem gerir þér enn auðveldara að stuðla að eigin sóttvörnum.

Þá fjölgar sífellt þeim verslunum þar sem þú getur greitt með Netgíró. Það er afar einfalt, fljótleg og þægilegt og þú hefur fullt vald á því hvaða greiðsluleið þú velur hverju sinni. Þannig getur þú valið að greiða innan 14 daga, með raðgreiðslum eða notað Netgíró mánuð.

Hvar er hægt að greiða með Netgíró?

Það er einfalt að komast að því hvort tiltekin netverslun býður upp á Netgíró. Hér efst á síðunni er hlekkur, Hvar get ég verslað, en þar finnurðu öfluga leitarvél þar sem þú getur leitað eftir nafni verslunar, vöruflokkum eða tegund verslunar.

Fjölmargir notendur nýta sér leitarvélina til að finna út hvar er hægt að greiða með Netgíró og velja jafnvel söluaðila eftir því.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg , sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.

Við bjóðum notendum okkar og viðskiptavinum frábæra þjónustu og leggjum okkur fram um að hjálpa þér að láta vefverslunina þína vaxa. Heyrðu endilega í okkur ef þú vilt bjóða upp á Netgíró.