Sífellt fleiri verslanir vilja færa sig yfir á netið, enda er það sístækkandi markaður sem felur auk þess í sér lægri rekstrarkostnað. Er kannski kominn tími á vefverslun á nýju ári?

Ok, hversu margir kannast við eftirfarandi sviðsmynd, að öllu leyti eða að hluta?

Í síðasta mánuði nýttirðu Cyber Monday til að kaupa jólagjafir á heimkaup.is, og fékkst þær sendar innpakkaðar. Þar sem það var mikið að gera í mánuðinum, þá nýttirðu þér þjónustu á borð við Eldum rétt eða Einn Tveir og Elda. Þú verslaðir það sem vantaði upp í ísskápinn á netto.is. Þú pantaðir klippingu á netinu. Þú gerðir jólakortin á netinu og fékkst þau send heim ásamt umslögum. Þegar þú keyptir gjöfina handa makanum notaðirðu Netgíró appið til að borga og dreifðir greiðslunum samdægurs. Þú skoðaðir nýtt sjónvarp á netinu og fórst í Elko til að kynna þér það enn betur áður en þú ákvaðst hvort það væri þess virði að kaupa það.

Málið er nefnilega, að netið er orðið ómissandi og sífellt stærri hluti af lífi okkar og verslunarhegðun. Það felur í sér gríðarlega mikil þægindi fyrir okkur, þægindi sem fæst okkar myndum vilja vera án. En á bakvið öll þessi þægindi eru fjölmargar vefverslanir, tækninýjungar, óhefðbundnar greiðsluleiðir og sprotafyrirtæki.

Framtíðin er núna

Það er kannski ekkert leyndarmál að við erum að upplifa tíma þar sem við sem neytendur ætlumst til að okkur standi til boða öll þjónusta og vörur þegar okkur hentar. Þessi tilætlunarsemi er fyrst og fremst lærð hegðun, tilkomin af því að internetið gerir þetta kleift.

Við viljum að upplýsingar standi okkur til boða, t.d. viljum við vita hvort uppselt sé á sýningu í bíó áður en við leggjum af stað úr húsi og að við getum keypt miða í símanum á leiðinni. Okkur finnst þetta í dag jafnvel bara sjálfsögð þjónusta af hálfu kvikmyndahúsa.

Þetta hefur kallað á heilmiklar tækniframfarir og vegna þess hversu mikla tækni þarf oft til að gera vefverslanir þannig úr garði að þær uppfylli kröfur neytenda vex mörgum minni verslunum og þjónustuaðilum í augum að setja upp eina slíka.

Í gær er á morgun í dag

Þrátt fyrir allt, hefur samt aldrei verið auðveldara eða skynsamlegra að opna vefverslun. Vegna þessa breytta neyslumynsturs, vegna þess að vefverslun er yfirleitt með lægri rekstrarkostnað en hefðbundin verslun og vegna þess að notendur vilja hafa val.

Nýverið ákvað Sævar Jónsson að loka verslun sinni til 30 ára, Leonard í Kringlunni, og færa sig alfarið yfir á netið. 

„Ungt fólk kaupir nær allt af netinu í dag. Þetta hefur áhrif á mann. Ég er mjög bjartsýnn á netverslunina okkar og hef fulla trú á að hún eigi eftir að vaxa og dafna. Þar munum við bjóða áfram flest þau vörumerki sem eru í dag í búðinni. Fólk þarf því ekki að örvænta þótt verslunin hverfi á braut,“ segir hann (sjá nánar hér). 

Vefverslun á nýju ári

Það er skemmtilegt og spennandi verkefni að opna vefverslun. Ein af þeim ákvörðunum sem þú þarft að taka, og mætti jafnvel segja að væri ein sú mikilvægasta, er hvaða greiðsluleiðir þú vilt að standi notendum til boða.

Netgíró er einföld og þægileg óhefðbundin greiðsluleið. Við styðjum nær öll helstu vefverslunarkerfi og erum boðin og búin til að aðstoða þig við að koma vefverslun þinni á laggirnar. Þá reynum við eftir fremsta megni að aðstoða þig við að koma þér á framfæri hjá þeim sem vilja kjósa að nota Netgíró.

Ekki hika við að hafa samband við okkur. Við hlökkum til að heyra frá þér.