Það er einfalt og þægilegt að greiða með Netgíró og gildir það hvort heldur sem er á netinu eða í verslunum. Það á jafnt við um útsölur sem aðra tilboðsdaga. 

Við höfum alla tíð lagt mikið upp úr því að tryggja að notendur okkar eigi auðvelt með að greiða með Netgíró og hafi þannig alltaf val um greiðsluleið. Því höfum við alltaf reynt að hlusta á athugasemdir notenda og reynt að ganga úr skugga að bæði appið okkar og vefsíðan séu notendavæn, einföld og þægileg í notkun.

Nú, þegar útsölur eru í fullum gangi, á það jafnt við sem áður.

Útsölur!

Á útsölum er oft hægt að gera frábær kaup, enda fjölmargar vörur fáanlegar með miklum afslætti og gildir það, fyrstur kemur, fyrstu fær. Margir bíða því útsala með eftirvæntingu og nýta tækifæri til hins ítrasta.

Það er einfalt að greiða með Netgíró á útsölum og styðst við sömu tækni og þegar þú borgar venjulega. Þú getur þannig valið að nota appið eða vefsíðuna, en eftir að greiðsla hefur farið fram þá geturðu valið um hvernig þú vilt greiða fyrir vöruna, þ.e. nota 14 daga greiðslufrest, raðgreiðslur eða jafnvel nota Netgíró mánuð.

Þú ert algjörlega við stjórnvölinn og getur séð í appinu eða á mínum síðum hver kostnaðurinn er við hverja leið fyrir sig. Við leggjum mikla áherslu á að notendur okkar hafi alltaf aðgang að bestu mögulegu upplýsingum hverju sinni og reynum þannig að hjálpa þeim, að taka upplýstar ákvarðanir.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða  sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.

Við bjóðum notendum okkar og viðskiptavinum frábæra þjónustu og leggjum okkur fram um að hjálpa þér að láta vefverslunina þína vaxa. Heyrðu endilega í okkur ef þú vilt bjóða upp á Netgíró.