Um okkur

Við bjóðum íslenskum neytendum upp á einföld og örugg viðskipti með nýrri tækni. Þú borgar fyrir vöru eða þjónustu með Netgíró, færð vöru afhenta strax en þarft ekki að greiða vöruna fyrr en eftir 14 daga vaxtalaust. Þú getur því handleikið vöruna áður en greitt er. Þú þarft ekki að fylla út flókin skráningarform eða gefa upp viðkvæmar upplýsingar eins og kortanúmer til verslana. Kaupferlið er því einfalt, öruggt og þægilegt. Við sjáum svo um að greiða vöru til söluaðila, hvort sem kaupandi greiðir á réttum tíma eða ekki. Undirbúningur og þróun Netgíró hófst í ársbyrjun 2012 þegar stofnandi Netgíró, fjármálatækni fyrirtækið Alva, mótaði stefnu þess og hugmynd.

Stjórn Netgíró

Skorri Rafn Rafnsson

Skorri Rafn Rafnsson

Stjórnarformaður

Skorri Rafn Rafnsson er stofnandi og forstjóri Alva, stærsta fjármálatæknifyrirtækis Íslands. Skorri hefur starfað sem stjórnarformaður fjölda fyrirtækja, sem dæmi má nefna Heimkaup (Amazon Íslands), Bland (Craigslist/Ebay Íslands) og Hópkaup (Groupon Íslands). Hann hefur starfað sem forstjóri stærstu smásöluverslunar landsins á netinu, ásamt því að starfa sem framkvæmdastjóri bæði hjá hugbúnaðarfyrirtæki og fjármálatæknifyrirtæki í Evrópu. Skorri hefur alla tíð verið mikill frumkvöðull, hann byrjaði að kaupa skuldabréf 10 ára gamall og varð í kjölfarið heillaður af fjármálaheiminum. Hann hefur í dag umfangsmikla reynslu af því að breyta nýsköpunarfyrirtækjum í vel rekin og framúrskarandi fyrirtæki.

skorri(hjá)alva.is

Linkedin

Andri Valur Hrólfsson

Meðstjórnandi

Andri Valur hefur yfir 25 ára reynslu í fjármálageiranum og greiðslulausnum. Andri er fyrrverandi framkvæmdastjóri Valitor (áður Visa Ísland) þar sem hann var ábyrgur fyrir alþjóðaviðskiptum á árunum 2003-2011. Hann hóf störf hjá Visa Ísland árið 1993 sem framkvæmdarstjóri innlendrar starfsemi. Áður en hann gekk til liðs við Visa Ísland var hann í 27 ár í flugrekstri,  meðal annars sem framkvæmdarstjóri innlendrar starfsemi hjá Icelandair.

andri(hjá)netgiro.is

Rósant Már Torfason

Meðstjórnandi

Rósant er verkefnastjóri hjá fyrirtækjaráðgjöf Kviku með langa reynslu úr mismunandi störfum á fjármálamarkaði. Hann starfaði í 15 ár hjá Íslandsbanka m.a. við verðbréfamiðlun, eigin viðskipti, viðskiptaþróun, sérhæfðar fjárfestingar, áhættustýringu og fjármál. Rósant starfaði einnig sem verkefnastjóri á markaðs og viðskiptaþróunarsviði Landsvirkjunar í 4 ár auk þess sem hann hefur setið í stjórnum fjölda félagam.a. sem stjórnarformaður Borgunar hf. á árunum 2008 til 2010.

Starfsmenn

Helgi Björn Kristinsson

Helgi Björn Kristinsson

Framkvæmdastjóri

Helgi hefur víðtæka reynslu af sölu- og markaðsmálum og hefur á síðustu 10 árum séð um sölu og markaðssetningu hjá Íslandsbanka með áherslu á bæði einstaklinga og fyrirtæki. Ennfremur hefur hann víðtæka reynslu utan bankakerfisins þar sem hann hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri tekjusviðs hjá 365 miðlum, verið sölustjóri hjá Toyota og starfað í markaðsrannsóknum og ráðgjöf fyrir PwC. Helgi hefur B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

helgi.kristinsson(hjá)netgiro.is

Baldur Einarsson

Baldur Einarsson

Viðskiptastjóri

baldur(hjá)netgiro.is

 Guðjón E. Guðjónsson

Guðjón E. Guðjónsson

Markaðsstjóri

gudjon(hjá)netgiro.is

Signý Hlíf Árnadóttir

Signý Hlíf Árnadóttir

Þjónustufulltrúi

signy(hja)netgiro.is

Bryndís Gísladóttir

Bryndís Gísladóttir

Sölustjóri

bryndis(hjá)netgiro.is

Hlöðver Tómasson

Hlöðver Tómasson

Verkefnastjóri tæknimála

hlodver(hjá)netgiro.is

Sigríður Kristbjörnsd.

Sigríður Kristbjörnsd.

Fjármálastjóri

sirry(hja)alva.is

Darri Örn Hilmarsson

Darri Örn Hilmarsson

Viðskiptastjóri

darri(hjá)netgiro.is

Kjartan Hansson

Kjartan Hansson

Frst. Vöruþróunar

kjartan(hja)netgiro.is

Gísli Jónsson

Gísli Jónsson

Þjónustustjóri

gisli(hjá)netgiro.is

Margrét Gunnarsdóttir

Margrét Gunnarsdóttir

Þjónustufulltrúi

margret(hjá)netgiro.is

Eigendur

Fylgstu með okkur

facebook-icon twitter-icon

Opnunartími:

Virkir dagar: 09:00-17:00
Helgar: Lokað

© 2017 Netgíró hf. -  Kt: 6812122050 | Borgartúni 27, 105 Reykjavík | Sími: 4 300 330 | netgiro@netgiro.is