Amazon og aðrar stórar vefverslanir eru risar á vefverslanamarkaðinum. Til að eiga möguleika á þeim markaði þarftu að eiga góða vini, eins og okkur í Netgíró. Því traustur vinur getur gert kraftaverk. 

Það getur verið erfitt fyrir litla vefverslun að koma sér á framfæri, sérstaklega í jafn annasömum mánuði og desember. Þú notar samfélagsmiðla á borð við Facebook og Instagram, en þar eru allir að keppa um athygli sömu notendanna og oft afskaplega erfitt að tryggja að varan þín sé efst í huga þeirra. Þú kaupir auglýsingar á netinu en takmarkað markaðsfé kemur í veg fyrir að þú getir farið alla leið, ef svo mætti að orði komast. Hvað er þá til ráða?

Í dag eru fjölmörg fyrirtæki farin að horfa til þess að eiga gott samstarf við önnur fyrirtæki, þannig að báðir njóti góðs af. Til að mynda hafa orkudrykkjafyrirtækið Red Bull og myndavélafyrirtækið Go Pro átt í farsælu samstarfi um árabil, þannig að báðir hafa stórgrætt. Þannig verða áhrif beggja vörumerkja enn meiri þrátt fyrir að þau eyði endilega ekki meiru í markaðssókn.

Aðrir geta nýtt sömu hugmyndafræði og það án mikils tilkostnaðar.

„Ég hygg að í dag líti margir á vefverslun og viðskipti á netinu í heild sem órjúfanlega keðju,“ segir Guðjón Elmar, markaðsstjóri Netgíró, og bætir við: „Sífellt fleiri vefverslanir úthýsa stórum hluta af vefverslun sinni, t.d. greiðsluferlum, og treysta þannig á og búast við framúrskarandi niðurstöðum af samstarfi sínu við þá aðila.“

Staðreyndin er nefnilega sú, að langflestar litlar vefverslanir eru algjörlega háðar traustum vinum. Því margar vefverslanir eru reknar í gegnum kerfi þriðja aðila, svo sem WordPress eða Shopify, Pósturinn sér um að koma sendingum til skila og svo mætti lengi telja.

„Eflaust finnst mörgum það frekar yfirþyrmandi, að leggja af stað upp með að selja flottar vörur á netinu en lenda í að verkefnastýra stóru tölvuverkefni.“

Svona verða kraftaverkin til

Í þessu ljósi er mikilvægt að skoða hvert skref í vefversluninni þinni og íhuga hvernig þú getur aukið ánægju viðskiptavinarins en um leið styrkt undirstöðurnar. Að eiga trausta vini hefur þannig marga augljósa kosti, svo sem:

  • Aðgengi að fyrirtækjum og þjónustuaðilum sem geta hjálpað þér að leysa þau vandamál sem upp kunna að koma.
  • Tenging við sterk og vel þekkt vörumerki getur aukið vitund neytenda um vörumerkið þitt.
  • Þær vörur eða þjónusta sem þú býður eru þannig sett í betra samhengi fyrir neytendur.

Með því að ígrunda val þitt á samstarfsaðilum geturðu þannig ýtt frekar undir að þú náir góðri tengingu við þann markhóp sem þú vilt ná til. Val þitt á samstarfsaðilum segir þannig neytendum margt um hvar þú stendur.

„Þú verður að tryggja að viðskiptamódel vefverslunarinnar þinnar leggi áherslu á að skapa verðmæti,“ segir Guðjón Elmar, „en snúist ekki bara um að græða peninga peninganna vegna.“

Við erum traustur vinur

Við höfum alla tíð lagt mikla áherslu á að vera traustur vinur þeirra vefverslana og verslana sem bjóða notendum sínum að greiða með Netgíró. Það er nefnilega ekki auðvelt að reka vefverslun, við vitum það og berum virðingu fyrir þeim ofurhugum sem leggja út á þann úfna sjó. 

Í gegnum tíðina höfum við þannig unnið náið með vefverslunum að þróun greiðslulausna Netgíró og reynt að mæta þörfum bæði þeirra og neytenda. 

Við höfum líka gengið lengra en svo. Í hverjum mánuði vinnum við með vefverslunum og verslunum, þar sem þær bjóða vörur og þjónustu á sérstöku mánaðartilboði til þeirra sem greiða með Netgíró. Þannig hefur það alltaf verið markmið okkar að hjálpa vefverslunum og verslunum annars vegar að auka veltu og bjóða notendum upp á val um greiðsluleið. 

Þá höfum við einnig aðstoðað vefverslanir og verslanir sem bjóða upp á Netgíró að verða enn sýnilegri. Þannig unnum við þétt með Brynju Dan og vefsíðunni 1111.is að Singles day, Svarta Föstudeginum og Cyber Monday

Kostir þess að bjóða upp á Netgíró

  • Einföld innleiðing
  • Einfalt greiðsluferli sem notendur þekkja
  • Stærri kúnnahópur
  • Aukin sala 

Ekki hika við að hafa samband við okkur, ef þú vilt eignast traustan vin.