Þjónustuver

Hérna geturðu séð svör við algengustu spurningum sem við fáum. Ef þú hefur aðrar spurningar eða þarft ítarlegri svör hafðu þá samband í gegnum formið hér fyrir neðan.

Einstaklingar

Hvenær þarf ég að borga fyrir vöruna?

Þú hefur 14 daga til þess að borga. Reikningur birtist í netbankanum þínum. Þú sérð yfirlit yfir stöðu reikninga þegar þú innskráir þig inn á heimasíðu okkar.

Hvenær fæ ég reikninginn?

Reikningurinn birtist í netbanka þínum fljótlega eftir að þú staðfestir kaup á vöru.

Hversu langur tími líður þangað til að þið sjáið að ég hef greitt?

Það tekur yfirleitt aðeins nokkrar mínútur fyrir okkur að sjá að greiðsla hefur borist. Ef greitt er eftir klukkan 21:00 merkist reikningurinn ekki greiddur fyrr en næsta dag.

Get ég notað þjónustuna þó að ég sé með ógreiddan reikning?

Þú getur alltaf nýtt þér heimildina þína svo lengi sem reikningurinn er ekki kominn í alvarleg vanskil.

Hvernig virka raðgreiðslur Netgíró

Raðgreiðslur er einföld lausn sem gerir viðskiptavinum Netgíró mögulegt að dreifa greiðslum vegna stærri innkaupa í allt að 12 mánuði. Lægsta fjárhæð sem hægt er að dreifa er í dag 16.667 kr. og er hægt að skipta henni á tvo gjalddaga. Lágmarksafborgun raðgreiðslusamnings á mánuði er því 8.333 kr.

Hvernig hækka ég heimildina mína

Ef þú óskar eftir að fá hærri heimild getur þú haft samband við þjónustuver okkar í síma 430-0330 eða á netfang netgiro@netgiro.is

Hver er kostnaðurinn ef ég lendi í vanskilum?

Hér getur þú séð allan kostnað vegna frum- og milliinnheimtu. Smelltu hér.

Fyrirtæki

Hvaða ávinning fær fyrirtækið mitt með því að bjóða upp á Netgíró?

Með því að bjóða upp á fjölbreyttari greiðsluleiðir Netgíró getur þú aukið þjónustu og fjölgað viðskiptavinum sem kjósa kortalaus viðskipti með Netgíró. Þar sem Netgíró eykur öryggi neytenda og einfaldar kaupferli þeirra verða kaup auðveldari, reglulegri og ábyrgari en áður hefur þekkst. Það eykur sölu og áhuga á fyrirtækinu þínu.

Hvernig getur fyrirtækið mitt boðið upp á Netgíró?

Forsvarsmenn fyrirtækja, hvort sem er í verslun eða netverslun hafa samband við okkur eða skrá sig hér á heimasíðu Netgíró . Í framhaldi mun viðskiptastjóri hafa samband og kikja í heimsókn til þín. Hafðu samband núna í gegnum formið hér fyrir neðan.

Innleiðing og kostnaður við uppsetningu Netgíró í verslun og netverslun?

Við hjá Netgíró vinnum með úrvalsliði tækni- og kerfisfræðinga sem stýra allri innleiðingu hvort sem um er að ræða uppsetningu í verslun eða í netverslun. Einföld uppsetning Netgíró í verslun og í netverslun er án kostnaðar fyrir söluaðila.

Hvað tekur langan tíma að tengja Netgíró við verslun eða netverslun?

Einföld uppsetning á Netgíró í verslun frá undirritun samstarfssamnings tekur um það bil 10 mínútur með kennslu til starfsmanna. Uppsetning í netverslun tekur allt að 48 klst. Til að auðvelda enn frekar fyrir innleiðingu hefur Netgíró gert samning við flesta þjónustuaðila verslana og netverslana á Íslandi.

Hvernig get ég skoðað yfirlit reikninga og sölutölur?

Forsvarsmaður fyrirtækis fær sérstakan stjórnenda aðgang að öruggum þjónustusíðum Netgíró sem eru aðgengilegar í gegnum netinu. Þar er hægt að skoða nákvæmar upplýsingar um vörusölu og reikninga.

Hvaða þjónustuaðilum er Netgíró að vinna með?

Advania, SmartMedia, Apon, Hugsmiðjan, IO, MyCompany, Síðugerð, Dalpay, karfa.is, Netvistun, Körfukerfi.net, Netheimar, Davíð & Golíat, Allra átta, Notando, Premis, VK hugbúnaður, Stefna, Rue de Net, Outcome, Hype, Vettvangur, Overcast, Avista, Zolon, Xodus.is, WeDo, Reynd, Wise, DK, Hugbúnaður, MerkúrPoint, TM software.

Vantar þig aðstoð?

10 tölustafir. Engin bil eða strik.

Hringdu í okkur

4 300 330

Opnunartímar Virkir dagar: 09:00-17:00 Helgar: Lokað

Fylgstu með okkur

facebook-icon twitter-icon

Opnunartími:

Virkir dagar: 09:00-17:00
Helgar: Lokað

© 2017 Netgíró hf. -  Kt: 6812122050 | Borgartúni 27, 105 Reykjavík | Sími: 4 300 330 | netgiro@netgiro.is