Notendur á netinu í dag vilja hafa aðgang að óhefðbundnum greiðsluleiðum, eins og Netgíró, og fyrir því eru fjölmargar og ólíkar ástæður. En hvað græðir þú, sem vefverslunareigandi, á því? Hér eru fjórar ástæður fyrir því að bjóða upp á óhefðbundnar greiðsluleiðir. 

Viltu að notendur þínir versli án þess að hika í vefversluninni þinni? Galdurinn við að fá notendur í dag til að kaupa er að valdefla þá og gera þeim kleift að ráða hvernig þeir greiða. Á þessu ári er áætlað að 55% allra kaupa á netinu séu greidd með óhefðbundnum greiðsluleiðum. Notendur í dag eru auk þess vanir að fá það sem þeir vilja og leita þangað sem þeir geta haft hlutina eftir sínu höfði. Það er því undir vefverslunareigendum að tryggja að vefverslun þeirra sé í takti við það sem er að gerast hverju sinni ellegar eiga þeir á hættu að tapa viðskiptum. Óhefðbundnar greiðsluleiðir, eins og Netgíró, geta þannig minnkað brotthvarf notenda úr greiðsluferlinu (e. cart abandonment).

Það er alveg góðar ástæður fyrir því að Elko, Heimkaup, Icelandair og fleiri stórar vefverslanir bjóða upp á óhefðbundnar greiðsluleiðir. Hér eru fjórar af þeim. 

Hærra meðalvirði pantana

Stór hluti notenda vill geta valið um greiðsluleið þegar kemur að kaupum á netinu. Þess vegna bjóða flestar stærstu vefverslanir landsins og um heim allan upp á margar ólíkar óhefðbundnar greiðsluleiðir. 

Þá hefur sýnt sig að því fjölbreyttari sem greiðsluleiðirnar eru, því líklegra er að notendur finni leið sem hentar þeim. Eftir því sem fleiri klára kaup, því meiri líkur eru á að meðalvirði hverrar pöntunar hækki. Reynsla okkar hefur sýnt, að svo er undantekningalítið raunin, þar sem Netgíró hefur verið innleitt. 

Hækkað kauphlutfall

Óhefðbundnar greiðsluleiðir eru hannaðar fyrir netið og snjalltæki, einmitt til að mæta þörfum viðskiptavina um hraðar, þægilegar og öruggar lausnir í stað gamalla og tímafrekra aðgerða. Eðli málsins samkvæmt, eftir því sem notendur geta valið milli ólíkra greiðsluleiða, þá fjölgar kaupum í þeim vefverslunum sem bjóða upp á slíkar lausnir. Þetta hefur bein áhrif á kauphlutfall og eykur virði markaðssóknarinnar. Við höfum séð allt að 80% aukningu í kaupum eftir að Netgíró var innleitt, þannig að við getum óhikað sagt að það skipti íslenska notendur máli að geta valið á milli greiðsluleiða. 

Snjalltækjavænar lausnir

Samkvæmt nýlegri könnun kom fram að 65% notenda sem versla á netinu byrja að skoða vefverslanir í gegnum snjalltæki, áður en kemur að kaupum. Þannig er verslun í gegnum snjalltæki í örum vexti, en þrátt fyrir það virðast margar vefverslanir enn ekki styðja notkun í gegnum snjalltæki. Það getur því verið sniðugt að uppfæra útlitið þannig að það styðji vel við notkun í gegnum snjalltæki en þá getur líka verið gott að muna, að margar óhefðbundnar greiðsluleiðir bjóða upp á greiðsluleiðir sem eru sérstaklega hannaðar fyrir snjalltæki. Við bjóðum bæði upp á app og mjög snjalltækjavæna vefútgáfu af Netgíró greiðsluleiðinni og sjáum að notkunin í gegnum snjalltæki vex afar hratt um þessar mundir. 

Aukið traust

Notendur geta verið tregir til að slá inn greiðslukortaupplýsingar á netinu. Með því að bjóða upp á vel þekktar, traustar og öruggar óhefðbundnar greiðsluleiðir byggirðu upp traust hjá notendum og þeir eru ólíklegri til að hætta við kaup. 

Netgíró hefur fyrir löngu sannað sig og er notað af tugþúsundum notenda í viku hverri. Þeir þekkja umhverfið okkar og það hefur sýnt sig að þetta er greiðsluleið sem þeir treysta.