Hinir amerísku verslunardagar Black Friday, eða Svartur föstudagur, og Cyber Monday hafa óðum verið að ryðja sér til rúms hérlendis og eru meðal stærstu verslunardaga ársins. Þá er mikilvægt að tryggja að viðskiptavinir geti valið hvaða greiðsluleið hentar þeim best. 

Svartur föstudagur og Cyber Monday eru gríðarlega stórir verslunardagar, en ekki er langt síðan verslanir tóku upp á þessum ameríska sið. Fjöldi tilboða er slíkur að stundum getur hreinlega verið erfitt að átta sig og ná utan um hvaða tilboð henti manni. Þá bjóða einnig margar verslanir upp á ýmis tilboð í aðdraganda Svarta föstudagsins og því gildir að fylgjast vel með. Margir Íslendingar nýta þessa daga til þess að versla jólagjafir á góðu verði og má oftar en ekki gera stórgóð kaup í fjölmörgum verslunum.

Svartur föstudagur og Cyber Monday

Black Friday hefur lengi verið stór verslunardagur í Bandaríkjunum. Hann er iðulega haldinn föstudaginn eftir Þakkargjörðarhátíðina og bjóða þá verslanir mikla afslætti af vörum. Fyrir vikið myndast oft langar raðir fyrir utan vinsælustu verslanirnar og þegar opnað er, gildir oft, að því er virðist frumskógarlögmálið, enda oft mikill handagangur í öskjunni. Margar verslanir hérlendis hafa tekið upp Svarta föstudaginn, t.d. Elko sem kallar daginn Svartan Fössara, og má oft gera virkilega góð kaup á þessum degi.

Cyber Monday var upphaflega hugsaður sem einskonar svar vefverslana við Svarta föstudeginum. Þá buðu vefverslanir mikla afslætti af vörum og mátti oftar en ekki gera frábær kaup þá. Hérlendis hafa margar vefverslanir gert hið sama, en eftir því sem við komumst næst var Heimkaup fyrst til að ríða á vaðið.

Öll bestu tilboðin á einum stað

Við höfum tekið saman öll bestu tilboðin fyrir Svarta föstudaginn og Cyber Monday og birt þau á einum og sama stað, eða á 1111.is. Þar geturðu fundið frábær tilboð á vörum og þjónustu og auðvitað geturðu borgað með Netgíró.

Er hægt að nota Jólareikninginn á Svarta föstudeginum og Cyber Monday?

Já, að sjálfsögðu. Jólareikninginn er hægt að nota fyrir öll kaup í nóvember og desember, óháð því hvort vara eða þjónusta sé á tilboði eða afslætti, eins og á þessum stóru verslunardögum. Eina sem þú þarft að gera er að greiða með Netgíró og opna síðan appið eða Mínar síður á netgiro.is. Þar finnurðu réttan reikning og velur að breyta honum í Jólareikning eða raðgreiðslur, allt eftir því sem hentar þér. Einfaldara gæti það ekki verið.