Shopify hefur á undanförnum árum verið að ryðja sér til rúms og er eitt allra vinsælasta vefverslunarkerfið á netinu í dag. Svona getur þú unnið með Shopify og Netgíró

Fjölmargar netverslanir styðjast við vefverslunarkerfið Shopify. Það er einfalt og þægilegt í notkun, hægt að bæta við kerfið ýmsum sérsniðnum viðbótum og það er auðvelt að stækka það hratt. Í raun er ótrúlegt að hugsa til þess að þetta kerfið var upphaflega skrifað af þýskum unglingi sem langaði að selja snjóbretti á netinu en í dag eru yfir 800.000 vefverslanir sem notast við Shopify.

Uppsetning á netverslun í Shopify er einföld og í raun þarftu ekki svo mikla tækniþekkingu. Þú getur valið úr fjölda sniðmáta, þannig að netverslunin þín lítur vel út, bæði í tölvum og í snjalltækjum.

Fjölmargir söluaðilar Netgíró notast við Shopify og við höfum aðstoðað marga við að setja upp Netgíró sem greiðsluleið.

Svona seturðu upp Netgíró í Shopify

Það er afar einfalt að setja upp Netgíró sem greiðsluleið í Shopify. Þú byrjar á því að skrá þig inn í kerfið með því að smella hér. 

Þegar þú ert inni í vefumsjónarkerfinu, smellirðu á Add Payment Gateway hnappinn.

Því næst finnurðu payment settings og velur að setja Netgíró sem Alternative payment (er frekar neðarlega á skjánum).

Að þessu loknu þarftu að opna Netgíró sem söluaðili og finna AlternativeID og Secret Key. Þessar runur límirðu síðan í gluggann og ýtir á Activate.

Þá er að komið. Einfaldara gæti það varla verið.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.

Við bjóðum notendum okkar og viðskiptavinum frábæra þjónustu og leggjum okkur fram um að hjálpa þér að láta netverslunina þína vaxa. Heyrðu endilega í okkur ef þú vilt bjóða upp á Netgíró sem greiðslulausn eða þig vantar einhverja aðstoð við að setja greiðslulausnina upp.