Netgíró býður notendum raðgreiðslur til allt að 24 mánaða. Ekkert pappírsvesen og allt ferlið rafrænt. Einfalt, þægilegt og öruggt. 

Fjölmargir notendur velja að nota raðgreiðslur þegar það hentar þeim. Það, að geta valið um raðgreiðslur eða aðra greiðslumöguleika, er einmitt það sem Netgíró snýst um. Við viljum að notendur hafi val.

Raðgreiðslur okkar eru einfaldar og þægilegar, en umfram allt öruggar. Þannig velja tugþúsundir Íslendinga að nota Netgíró í hverjum mánuði og eru raðgreiðslurnar okkar afar vinsælar.

Hvernig vel ég Netgíró raðgreiðslur?

Það er afar einfalt að nota raðgreiðslurnar okkar. Þegar þú hefur verslað vörur eða borgað fyrir þjónustu með Netgíró, ferðu ýmist inn í appið eða á mínar síður hér á vefsíðunni.

Þar finnurðu reikninginn sem um ræðir og velur að breyta honum í raðgreiðslur. Þú getur valið allt frá 3 mánuðum og til 24 mánaða. Lágmarksupphæð sem hægt er að setja á raðgreiðslur eru 9.900 krónur.

Þannig er allt ferlið rafrænt og engra pappíra þörf. Þú þarft því ekki að standa við kassann heillengi og bíða eftir ýmist pappírum eða skilaboðum frá greiðslumiðluninni, heldur leysir þetta bara sjálf í góðu tómi og án alls vesens.

Lánareiknir fyrir raðgreiðslur

Í lánareikninum okkar getur þú séð hver kostnaðurinn er við að setja greiðslu á raðgreiðslur. Við hvetjum notendur okkar til að skoða allar raðgreiðslur og taka upplýsta ákvörðun áður en þú ákveður að setja reikning á raðgreiðslu. Þannig veistu alltaf áður en þú setur reikning á raðgreiðslur hver mánaðarleg greiðsla er.

Með því að veita notendum okkar þetta gagnsæi, viljum við ýta undir fjármálalæsi þeirra og tryggja að allar ákvarðanir séu ábyrgar og eins upplýstar og hugsast má.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.