Á undanförnum misserum hefur hegðun notenda verið að breytast á netinu og sú breyting gæti haft mikil áhrif á vefverslunina þína. Sú breyting er fólgin í hinu svokallaða “one-stop shopping.” 

Þessi breyting felur það í sér, að notendur eiga sér eitthvað forrit eða vefsíðu þar sem er þeirra fyrsta (og oft eina) val þegar kemur að því að kaupa vörur á netinu. Þessi vefsíða eða þetta forrit geta verið afar ólík. Hér eru tvö dæmi:

  1. Stórar vefverslanir á borð við Amazon. Vefverslanir sem geyma allar upplýsingar um notendur, til að auðvelda notendurm kaup, enda upplifun þeirra af kaupum oft mjög góð, áreynslulítil og fáar hraðahrindranir. 66% notenda byrja yfirleitt að leita að vörum á Amazon og 95% þeirra eru ánægðir með þá þjónustu sem vefverslunin veitir skv. þessari rannsókn. Ef þú hefur lagt mikla vinnu í SEO og reiðir þig mjög á umferð í gegnum leitarvélar, þá er þessi breytta hegðun stórt vandamál, því notendur sem fara beint inn á Amazon, fara algjörlega framhjá leitarvélum. 
  2. Samfélagsmiðlar hafa á undanförnum árum verið að auka vefverslunarmöguleika, t.d. í Kína er hægt að panta vörur og þjónustu beint í gegnum forritið WeChat, s.s. bóka tíma hjá lækni, panta leigubíl eða fá heimsendan mat. Yfir 800 milljón einstaklingar hafa vistað greiðslukortaupplýsingar í WeChat pay! Enn sem komið er höfum við Vesturlandabúar ekkert sambærilegt forrit, en skv. þessari grein er Facebook að búa til WeChat fyrir þann markað. 

Af hverju skiptir þessi breyting máli?

One-stop shopping er býsna stór breyting á notendahegðun og hún er svo sannarlega ekki eitthvað sem mun líða hjá. Í raun, höfum við séð þetta gerast margoft í gegnum tíðina. Stærsta verslunarmiðstöð í heimi, Grand Bazaar í Istanbúl, nær yfir 58 stræti og hefur að geyma yfir 4000 verslanir, en hún var byggð á 15. öld. Það því ákveðin hneigð verslunar og þjónustu að þjappast saman á lítið svæði, til að flýta fyrir og auðvelda fólki að eiga viðskipti.

Verslun á netinu hefur hingað til verið býsna dreifð og notendum gert að leita að þeim verslunum sem falla þeim best í geð hverju sinni. Nú er þetta að breytast og færast nær því sem við þekkjum í verslunarmiðstöðum, markaðstorgum og verslunargötum borga og þorpa.

Sífellt fleiri notendur eru þannig farnir að styðjast við one-stop shopping leiðir, hvort sem það er Amazon eða einhver önnur vefverslun, þar sem það er einfaldara að versla þannig en að fara í gegnum ítarlegar og margendurteknar leitir í leitarvélum. Notendur enda þannig þar sem það er auðvelt að finna vörur og einfalt að greiða fyrir þær. 

Við hjá Netgíró höfum einnig orðið þessa vör. Notendur sem hafa einu sinni notað Netgíró eru þannig margfalt líklegri til að kjósa að nota Netgíró í öðrum vefverslunum, af því það er greiðsluleið sem þeir þekkja og treysta. Þannig getur það, að bjóða upp á Netgíró sem greiðsluleið og tryggja að hún sé sýnileg margfaldað líkurnar á því að notandi kaupi vöru. 

Þetta hafa fleiri en við uppgötvað, því eins og sjá má á mörgum helstu verslunum í Bretlandi þá eru sífellt fleiri þeirra sem bjóða upp á greiðsluleiðir á borð við WeChat Pay og AliPay til að laða til sín ferðamenn frá Kína. Þessar verslanir hafa áttað sig styrknum sem felst í því að bjóða upp á einfalt og öruggt greiðsluferli sem notendur þekkja og að leyfa viðskiptavinum að ráða hvaða greiðsluleið verður fyrir valinu hverju sinni. 

Ef þú lagar þig ekki að þessum breytta veruleika verður sífellt erfiðara fyrir þig að ná í nýja viðskiptavini og þú munt líklega tapa þó nokkrum sölum. Hins vegar, ef þú hreyfir þig í takt við þessar breytingar og tryggir að notendur eigi auðvelt með að finna þig, kaupa vörur og greiða fyrir þær, þá eru meiri líkur en minni að viðskiptin muni aukast.