Nýir söluaðilar voru að bætast í hóp þeirra sem bjóða viðskiptavinum sínum að borga með Netgíró. 

Nú ber vel í veiði, því nýir frábærir söluaðilar voru að bætast í sístækkandi hóp þeirra sem bjóða viðskiptavinum sínum að borga með Netgíró. Enginn ætti þannig að þurfa að fara í jólaköttinn.

Herragarðurinn er Íslendingum af góðu kunnur, enda í mörg ár verið ein helsta verslun landsins með hátísku karlmannsfatnað. Herragarðurinn er í Kringlunni og Smáralind.

Boss er eitt allra þekktasta tískuvörumerkið í heiminum í dag og er verslun þeirra í Kringlunni með alveg einstaklega glæsilegt úrval af fatnaði.

Mathilda í Kringlunni hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein flottasta verslun landsins með kvenfatnað. Óhætt er að fullyrða að margar konur gleðjast nú þegar hægt er að borga þar með Netgíró.

Hanz er um árs gömul en frábær verslun með karlmannsfatnað. Þar má finna mörg heimsþekkt vörumerki og virkilega flottan fatnað á menn. Hanz er í Kringlunni.

Englabörn er ein vinsælasta barnafataverslun landsins og skyldi engan undra. Verslunin hefur verið í Kringlunni til margra ára og má þar finna vönduð og falleg barnaföt.

Herralagerinn er outlet verslun í bláu húsunum við Faxafen með vönduð og falleg föt á karlmenn. Þar má oft gera hrikalega góð kaup á heimsþekktum vörumerkjum.

Collections er tískuvöruverslun við Geirsgötu á Hafnartorgi. Þar má finna vörur frá heimsþekktum framleiðendum á borð við Hugo Boss og Ralph Lauren.