Ertu að hugsa um að setja upp nýja netverslun? Þá mælum við hjartanlega með því að þú bjóðir notendum þínum að greiða með Netgíró. Það getur margborgað sig.

Netverslun er í miklum blóma um þessar mundir, af augljósum ástæðum, og eflaust munu margir notendur njóta þess áfram að versla á netinu. Því fylgja margir kostir, ekki bara fyrir notendur heldur einnig verslanir og því er gott að búa netverslunina eins vel úr garði og mögulegt er.

Þú hefur eflaust skoðað vandlega hvað þú þarft að gera til að netverslunin þín nái árangri og þar er vissulega í mörg horn að líta. Það þarf að ganga úr skugga um að efnið sé rétt fram sett og kostum hverrar vörur komið skilmerkilega á framfæri við notendur. Myndir þurfa að vera góðar. Hraði og svartími góður, sem og notendavæn hönnun. Allir öryggisþættir eru síðan að sjálfsögðu í góðu lagi, að ógleymdri leitarvélabestuninni.

Netverslun með Netgíró selur meira

Við getum með sanni fullyrt að netverslun með Netgíró selur meira. Af hverju? Jú, bæði sýna allar rannsóknir, hérlendis og erlendis, að þær netverslanir sem bjóða upp á fjölbreyttar og ólíkar greiðsluleiðir eru yfirleitt með hærra kauphlutfall en þær sem halda sig við aðeins eina greiðsluleið. Notendur vilja hafa val um hvernig þeir greiða fyrir vörur og þjónustu.

Í hverri viku kjósa tugþúsundir Íslendinga að greiða með Netgíró. Þeir þekkja því greiðslulausnir okkar og nota þær reglulega. Með því að bjóða upp á Netgíró ertu að stækka hóp viðskiptavina þinna til muna. Þá nærðu líka til þess hóps sem vill hafa þetta val.

Við vinnum með þér

Hagur þinn er hagur okkar. Við leggjum okkur fram um að koma netverslun þinni á framfæri við notendur Netgíró, t.d. í gegnum samfélagsmiðla okkar. Þá höfum við unnið þétt með netverslunum að sérstökum mánaðartilboðum sem eru aðeins fyrir þá sem borga með Netgíró.

Við viljum nefnilega að þú seljir meira. Við bjóðum fjölmargar greiðslulausnir fyrir notendur Netgíró, t.d. raðgreiðslur, en allar þær lausnir fela ekki í sér neitt sérstakt aukaálag fyrir þig eða starfsfólk þitt. Sem sagt, ekkert pappírsvesen eða löng úrvinnsla.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.

Við bjóðum notendum okkar og viðskiptavinum frábæra þjónustu og leggjum okkur fram um að hjálpa þér að láta netverslunina þína vaxa. Heyrðu endilega í okkur ef þú vilt bjóða upp á Netgíró.