Við bjóðum frábær og einföld neytendalán. Allt umsóknarferlið er rafrænt. Ef lánið er samþykkt geturðu fengið það greitt inn á reikning þinn samdægurs. 

Við hjá Netgíró leggjum okkur fram um að finna einfaldar og þægilegar lausnir sem henta nútímafólki. Þess vegna bjóðum við upp á Netgíró lán, sem eru frábær neytendalán, einföld og þægileg.

Þú getur fengið allt að 1.000.000 kr. lánaðar, en hámarksupphæð miðast við stöðu heimildar hverju sinni.

Hvernig sæki ég um neytendalán hjá Netgíró?

Í raun er afskaplega einfalt að sækja um lán hjá Netgíró. Ef þú er ekki skráður notandi hjá Netgíró, þarftu að byrja á því að skrá þig. Það tekur aðeins skamma stund og er hægt að gera hérna á vefsíðunni okkar.

Allir notendur Netgíró geta sótt um lán hjá okkur og er einfalt að reikna út kostnaðinn sem af þeim hlýst, sem og meðalgreiðslu í mánuði í lánareiknivélinni okkar.

Þú sækir um lán í Netgíró appinu eða inn á mínum síðum. Þar getur þú valið upphæð og lánstíma. Lægsta upphæðin er 50.000 kr. og sú hæsta 150.000 kr. Hafirðu 300.000 kr. heimild þá getur þú sótt um tvö 150.000 kr. lán.

Sækja um lán á netinu

Allt umsóknarferlið er rafrænt og á netinu. Það tekur því aðeins skamma stund að sækja um lán og falli það innan heimildar og lánareglna okkar, færðu lánsupphæðina greidda inn á reikning þinn samdægurs.

Einfaldara verður það varla!

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.