Netgíró raðgreiðslur eru frábær leið til að dreifa hærri greiðslum á fleiri mánuði. Notendur Netgíró geta þannig valið um að dreifa greiðslum til allt að 24 mánaða og er einfalt að nota ýmist appið eða mínar síður til þess. 

Jólunum fylgir jafnan mikil útgjöld og margir notfæra sér þá að geta dreift kostnaði á hærri greiðslum á fleiri mánuði. Enda skyldi engan undra, það er afskaplega þægilegt að geta þannig stýrt betur kostnaðinum og dreift honum á fleiri mánuði, sérstaklega þegar um að ræða jafn mikil útgjöld og oft vill verða fyrir hátíðarnar.

Netgíró raðgreiðslur standa öllum notendum Netgíró til boða. Lágmarksupphæð sem hægt er að skipta milli mánaða er 9.900 kr., en hámarksupphæð miðast við heimildina þína og stöðu hennar hverju sinni. Hægt er að dreifa greiðslum til allt að 24 mánaða.

Að velja raðgreiðslur

Það er í raun afar einfalt að velja raðgreiðslur. Þú borgar fyrir vöru eða þjónustu hjá verslun eða vefverslun. Að því loknu opnarðu ýmist appið eða mínar síður á netgiro.is. Þar velurðu þann reikning sem um ræðir (undir Reikningar) og velur þar hvernig þú vilt skipta greiðslum. Þannig losnarðu við allt pappírsvesen á meðan þú ert í versluninni og getur valið þá greiðsluleið sem þér hentar í ró og næði.

Hámarksupphæð raðgreiðslna

Eins og áður segir, þá miðast hámarksupphæð sem þú getur sett á raðgreiðslur við stöðu heimildar þinnar. Þetta þýðir að ef þú hefur notað hluta af heimild þinni í önnur kaup, þá dregst sú upphæð frá þeirri hámarksupphæð sem þú getur sett á raðgreiðslur.

Það er afar einfalt að fylgjast með hver heimild þín er hverju sinni. Í appinu er hægt að sjá hana með því að smella á strikin þrjú (eða hamborgarann eins og þetta tákn er oft kallað) efst í vinstra horninu. Þar sérðu bæði heimild þína og hversu mikið þú átt til ráðstöfunar. Ráðstöfunarheimild þín er þannig sú upphæð hverju sinni sem þú getur notað og þá sett á raðgreiðslur.

Veldu þá leið sem hentar þér best

Netgíró er óhefðbundin greiðsluleið. Markmið okkar er að tryggja að þú getir alltaf valið þá greiðsluleið sem hentar þér best hverju sinni. Við bjóðum því upp á einfaldar, þægilegar og öruggar lausnir, eins og Netgíró raðgreiðslur og Netgíró lán, lausnir sem tekur enga stund að nota og eru lausar við allt umstang.

Við hvetjum því alla notendur okkar til að hlaða niður snjallsímaappinu okkar, enda er það í senn þægilegt og einfalt í notkun, auk þess sem það flýtir mjög fyrir allir notkun. Þú getur þannig notað appið til að greiða fyrir vöru eða þjónustu sem og valið þá reikninga þar sem þú vilt dreifa greiðslum eða sótt um Netgíró lán. Einfaldara gæti það ekki verið.