Netgíró mánuður er kortalaust kreditkort og frábær greiðsluleið fyrir þá sem vilja safna öllum færslunum sínum á einn mánaðarreikning. 

Eflaust eru margir sem notfæra sér kreditkort í hverjum mánuði. Hversu þægilegt væri þó að geta verið með kreditkort sem væri kortalaust og allt í einu appi?

Það er einmitt málið með Netgíró mánuð. Hér er á ferðinni greiðslulausn sem felur í sér alla helstu kosti greiðslukorts.

Við erum sífellt að leita leiða til að koma til móts við þarfir notenda okkar og Netgíró mánuður er lausn sem fjölmargir notendur nota í mánuði hverjum.

Kortalaust kreditkort

Netgíró mánuður er greiðsluleið hjá Netgíró þar sem þú safnar ölllum færslunum þínum á einn mánaðareikning. Hér er um að ræða kortalaust kreditkort, sem er lausn sem mjög margir nýta í hverjum mánuði.

Tímabilið er frá 26.- 25. næsta mánaðar og reikningur er sýnilegur til greiðslu um mánaðarmótin. Mögulegt er að skipta Netgíró mánuði niður á 2- 24 mánuði allt eftir upphæð reiknings.

Að nota Netgíró mánuð

Netgíró mánuður stendur öllum notendum Netgíró til boða.

Þú opnar appið og velur stillingar. Þar geturðu valið um hvort reikningar séu sendir innan 14 daga eða Netgíró mánuð. Um leið og þú velur Netgíró mánuð þá safnast reikningar þínir í eina kröfu í heimabankanum.

Ef þú notar Netgíró mánuð þá greiðir þú aðeins 495 kr. mánaðargjald.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.