Konudagurinn er framundan og því ekki úr vegi að gera vel við konuna sem þú elskar. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir fyrir konudaginn. 

Konudagurinn er 21. febrúar næstkomandi og því ekki úr vegi að byrja að huga að honum. Það er fátt skemmtilegra en að gera vel við konuna sem þú elskar, gleðja hana og minna hana á hversu mikilvæg hún er þér.

Konudagurinn 2021

Margir taka daginn snemma, skjótast út í bakarí og koma jafnvel við í blómabúð til að gleðja konu sína. Að gefa blóm er virkilega falleg leið til að sýna ást sína í verki, eða eins og auglýsingin segir: Blóm gera kraftaverk!

Það eru þó fleiri leiðir til að sýna ást sína og gleðja konuna í lífi þínu. Gott er að byrja að huga að þessu núna, ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Gjafabréf í dekur getur þannig glatt. Auðvelt er að kaupa dekurpakka á t.d. snyrtistofu eða í spa. Það er fátt sem jafnast á við að láta dekstra við sig og sérstaklega núna, þegar dagurinn er stuttur og við erum svona að sjá fyrir endann á Covid-19.

Margar konur njóta þess að lesa. Bók er alltaf vel þegin gjöf enda fátt betra en að njóta þess sitja með góða bók og hverfa inn í heim hennar.

Þá er alltaf sniðugt að bjóða konunni út að borða á fallegan stað og eiga góða kvöldstund saman. Það er víða hægt að greiða með Netgíró á veitingastöðum en þá gildir um þessar mundir að vera fyrirséður og bóka borð í tíma.

Eins getur verið spennandi að enda daginn á að gefa gjöf sem gleður og nýtist sérstaklega vel innan veggja svefnherbergisins. Fjölmargar verslanir með slíkar vörur bjóða upp á Netgíró sem greiðsluleið.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða  sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.

Við bjóðum notendum okkar og viðskiptavinum frábæra þjónustu og leggjum okkur fram um að hjálpa þér að láta vefverslunina þína vaxa. Heyrðu endilega í okkur ef þú vilt bjóða upp á Netgíró.