Jólareikningur Netgíró hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og fjölmargir Íslendingar sem nýta sér hann. Enda engin furða, það er afskaplega þægilegt að geta dreift kostnaðinum við jólin. Þetta er einfalt, þú verslar í nóvember og desember og getur borgað 1. febrúar. 

Síminn hefur varla stoppað hjá okkur undanfarnar vikur, enda margir sem hafa beðið eftir því að við setjum Jólareikninginn í loftið. Við höfum einmitt séð á undanförnum árum síaukna notkun á þessari skemmtilegu vöru og fjölmargir Íslendingar sem nýta sér það að geta dreift kostnaðinum við jólin á fleiri mánuði.

Jólareikningurinn er ein af óhefðbundnu greiðslulausnunum okkar. Hann er afskaplega einfaldur, þú verslar í nóvember og desember en borgar ekki fyrr en 1. febrúar. Það er óhætt að segja að þetta sé ein allra vinsælasta lausnin okkar og skyldi engan undra, þetta er jú afskaplega þægilegt.

Það er einfalt að nota Jólareikninginn. Þú greiðir fyrir vörur eða þjónustu með Netgíró. Að því loknu opnarðu Netgíró appið eða mínar síður á netgiro.is og finnur þar rétta greiðslu. Þú getur þar valið hvort þú viljir greiða innan 14 daga vaxtalaust, setja á raðgreiðslur eða Jólareikning. Þegar þú velur Jólareikning þá færist gjalddagi til 1. febrúar 2020.

Með þessum hætti stýrir þú hvernig kostnaðinum við jólin er dreift, nokkuð sem mjög margir notendur Netgíró kunna vel við og nýta sér óspart.

Fyrir hvern er Jólareikningurinn?

Því er auðsvarað, allir notendur Netgíró geta notað jólareikninginn. Ef þú ert ekki skráður notandi, þá er einfalt að nýskrá sig með því að smella hér. Allir notendur fá heimild byggða á greiðslumati frá Creditinfo og þú getur notað eins stóran hluta af heimildinni og þér hentar í Jólareikninginn. Þó ber að geta það að aðeins einstaklingar 18 ára og eldri, sem uppfylla skilyrði um lánshæfi og skuldastöðu geta orðið notendur hjá Netgíró.

Eina kvöð sem sett er á notendur Netgíró varðandi Jólareikninginn er sú, að þeir séu ekki í vanskilum við Netgíró, en það gildir um alla aðra notkun á lausnum Netgíró einnig.

Aðrar lausnir Netgíró

Að sjálfsögðu höldum við áfram að bjóða upp á aðrar greiðslulausnir okkar, þó að Jólareikningurinn sé í loftinu. Þú getur venju samskvæmt líka valið að greiða innan 14 daga vaxtalaust, velja raðgreiðslur til allt að 24 mánaða eða notast við Netgíró Mánuð. Þá standa Netgíró lán notendum okkar til boða í þessum mánuðum sem öðrum.

Jólareikningurinn er þannig hrein viðbót við frábært úrval greiðslulausna, þannig að þú getir alltaf valið þá leið sem hentar þér best hverju sinni.

Hvar er hægt að nota Jólareikninginn?

Ein algengasta spurningin sem við fáum í þjónustuverinu okkar er, hvar sé hægt að greiða með Netgíró. Í raun eru gríðalega margar verslanir og vefverslanir sem bjóða upp á Netgíró sem greiðsluleið og stundum finnst okkur eins og það sé fljótlegra að telja upp þær verslanir þar sem ekki er hægt að greiða með Netgíró. En það er auðvelt að sjá í hvaða verslunum og vefverslunum er hægt að greiða með Netgíró með því að smella hér.

Þú getur notað Jólareikninginn í öllum verslunum og vefverslunum þar sem hægt er að greiða með Netgíró. Því þú getur, að kaupum loknum, alltaf valið þá leið sem hentar þér best í Netgíró appinu eða á Mínum síðum á netgiro.is.

Er hægt að nýta Jólareikninginn í öll kaup?

Já, svo einfalt er það. Það er engin lágmarksupphæð sem þarf að versla fyrir og hámarksupphæð ræðst af heimildinni þinni. Hins vegar er gott að hafa í huga að lágmarksupphæð fyrir raðgreiðslur er 9.900 kr., þannig geturðu aðeins breytt Jólareikningi í raðgreiðslur ef heildarsamtala Jólareikningsins er hærri en sem því nemur.

Mánaðartilboð Netgíró

Notendum Netgíró stendur til boða alveg frábær tilboð, sem við birtum reglulega hér á síðunni, hjá samstarfsaðilum okkar. Með því að greiða með Netgíró geturðu þannig fengið vörur með góðum afslætti. Að sjálfsögðu geturðu notað Jólareikninginn líka þegar þú nýtir þér þessi frábæru tilboð í nóvember og desember.