Jólin, jólin, jólin koma brátt. Og margir að huga að smákökum, jólaskrauti og undirbúningi jólanna. Oft er stærstu höfuðverkurinn að finna jólagjafir. Með Netgíró geturðu dreift kostnaðinum við jólin og notið hátíðanna í botn. 

Desember er yndislegur mánuður. Undirbúningur jólanna í fullum gangi, maður skýst í búðir eða skoðar í laumi á netinu í von um að finna alveg réttu gjöfina handa þeim sem manni þykir vænt um. Oft getur það reynst þrautin þyngri að finna þá einu réttu og eflaust margir sem kannast við að vera komnir út í horn á Þorláksmessukvöld og enda á að kaupa næstum bara eitthvað. Enda hvað gefur maður þeim sem á allt eða svo gott sem?

Sem betur fer þá er víða hægt að finna jólagjafalista, sem eru sniðnir að ýmist börnum, konum eða körlum. Þar kennir ýmissa grasa og auðvelt að finna gjafir í öllum verðflokkum. Þá er líka ekki úr vegi að minna á mánaðartilboð Netgíró, en þar má oft gera hrikalega góð kaup ef greitt er með Netgíró.

En stundum, sama hvað maður reynir, þá dettur manni ekkert í hug eða finnur ekkert í öllum bæklingunum sem sendir eru heim til manns fyrir jólin. Hér eru því nokkrar hugmyndir.

Gefðu upplifun

Það verður sífellt erfiðara að finna réttu gjöfina. Sumir eru hreinlega þannig að þeir kaupa sér allt sem þá vantar, þegar þá vantar það, og gefa manni því lítið rými til að troða inn eins og einni jólagjöf. Þá getur verið gott að bregða á það ráð að gefa upplifun.

Upplifanir geta verið margs konar og ótrúlega skemmtilegar. Við heyrðum til að mynda af einum sem gaf yngri systkinum sínum gjafakort á eina spilastund með sér. Nokkuð sem kostaði ekki meira en pappírinn sem gjafakortið var útbúið á. Það er jú hægt að gleðja um jólin án þess að kosta miklu til.

Þá er líka hægt að gefa gjafakort í leikhús eða á einhvern góðan veitingastað. Margir hafa fengið öskju frá Óskaskríni, en það eru sérstaklega skemmtilegar gjafir í fallegum umbúðum.

Þeir sem vilja ganga alla leið geta líka fengið gjafabréf hjá Icelandair, og gefið upplifun í öðru landi.

Gefðu bók

Við Íslendingar höldum því jafnan á lofti að við séum bókaþjóð. Miðað við þann fjölda bóka sem kemur út ár hvert má það eflaust til sanns vegar færa og hver kannast svo sem ekki við að njóta þess að lesa góða bók yfir jólin, maula jólakonfekt og súpa á Malt & Appelsíni.

Það er hægt að fá bækur á öllum verðbilum, allt frá skemmtilegum smábókum til glæsilegra listaverka. Allt bækur sem gleðja þá sem þiggja.

Þannig er oft ágætt að kíkja í Hagkaup og skoða úrvalið, enda oft hægt að fá bækurnar þar á góðu verði. Nú, ef þér hentar betur að versla á netinu, þá býður Heimkaup einnig upp á frábært úrval bóka.

Gefðu sanna gjöf

Um leið og við erum bókaþjóð, þá erum við jafnframt ein ríkasta þjóð Jarðar. Við erum svo vel sett að við eigum oft í vandræðum með að finna jólagjafir hvert handa öðru. Það er í raun alveg ótrúlegt fyrsta heims vandamál.

Þess vegna er gott að geta gefið Sannar gjafir. Við hvetjum því alla notendur Netgíró til að gefa að minnsta kosti eina gjöf sem gefur af sér. Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, hvort sem hann er hérlendis eða erlendis, því það er hinn sanni boðskapur hátíðar ljóss og friðar.

Réttar jólagjafir

Þegar þú hefur fundið réttu jólagjafirnar þá er gott að muna að það er einfalt að greiða með Netgíró. Þannig geturðu ýmist valið Jólareikning og greitt í febrúar, eða ákveðið að dreifa kostnaðinum við jólin. Auðvelt er að velja Netgíró raðgreiðslur, ýmist í appinu eða á mínum síðum á netgiro.is.