Ein algengasta spurning sem við fáum í þjónustuverinu okkar frá nýjum notendum er, hvernig virkar Netgíró? Okkur er því bæði ljúft og skylt að svara. 

Á hverjum degi bætast fjölmargir notendur í hóp viðskiptavina Netgíró, enda sífellt fleiri sem vilja eiga val um hvaða greiðsluleið hentar þeim hverju sinni. Við erum óhefðbundin greiðslulausn og bjóðum margar ólíkar greiðsluleiðir, margar hverjar eru notaðar mjög mikið af notendum Netgíró.

Sú spurning sem við fáum hvað oftast frá nýjum notendum er, hvernig virkar Netgíró? Það er kannski engin furða að nýir notendur velti slíku fyrir sér, enda ekki á hverjum degi sem maður tekur í gagnið óhefðbundna greiðslulausn.

Flest þekkjum við vel að notast ýmist kredit- eða debetkort til að greiða fyrir vörur og þjónustu, enda fáar þjóðir líklega jafn langt komnar í rafvæðingu fjármálakerfisins og við. Þeir sem eldri muna jafnvel eftir því að nota seðla, eða bréfpeninga eins og sum börn nefna þá.

En hvernig virka þá svona óhefðbundnar greiðsluleiðir eins og Netgíró?

Allt á netinu

Langflestar nýjar óhefðbundnar greiðsluleiðir eru tækninýjungar sem reiða sig á netið. Netgíró, eins og nafnið gefur til kynna, er þar engin undantekning.

Við höfum lagt mikla vinnu í að útbúa tæknilausn sem gerir okkur kleift að tengjast við bæði flest vefverslunarkerfi sem og verslunarkerfi hérlendis.

Þannig er hægt að greiða með Netgíró í verslunum Hagkaupa, hvort sem um er að ræða hefðbundna afgreiðslukassa eða sjálfsafgreiðslukassa.

Virkir notendur

Það er einfalt að gerast notandi hjá Netgíró. Í raun er það ekkert flóknara fyrir hinn almenna notanda en að stofna aðgang á samfélagsmiðlum.

Eini munurinn er sá, að við óskum eftir leyfi til að fletta upp lánshæfismati notenda hjá Creditinfo, en það er gert til að ákvarða lánsheimild hvers notanda. Lánsheimild þína geturðu síðan séð á ýmist mínum síðum hér á netgiro.is eða í Netgíró appinu, sem er fáanlegt fyrir bæði Android og iOS síma.

Með því að greiða fyrir vörur eða þjónustu með Netgíró verðurðu síðan virkur notandi. Þá geturðu valið um hvaða greiðsluleið hentar þér best, t.d. raðgreiðslur, jólareikningur eða 14 daga vaxtalaus reikningur.

Auðvelt að greiða í verslunum og vefverslunum

Þegar þú hefur skráð þig sem notanda og hefur fengið lánsheimild, geturðu borgað fyrir vörur og þjónustu með Netgíró. Fjölmargar verslanir og þjónustuaðilar bjóða upp á Netgíró sem greiðslulausn og má finna ítarlegan lista yfir hvar þú getir greitt með Netgíró hér á síðunni.

Í hvert sinn sem þú greiðir með Netgíró lækkar heimild þín sem nemur upphæð kaupanna. Þannig virkar heimildin í raun rétt eins og hver önnur heimild, og hækkar aftur þegar þú hefur greitt reikninginn.

Það er auðvelt að greiða fyrir vörur og þjónustu með Netgíró. Þú lætur einfaldlega afgreiðslufólk vita að þú viljir nota Netgíró. Ef þú ert með appið geturðu notað það og þá skannar afgreiðslufólk inn strikanúmer af skjánum hjá þér. Þá geturðu einnig  gefið upp annars vegar kennitölu þína og síðan einkvæmt lykilorð sem við sendum þér í SMS og gildir í aðeins nokkrar mínútur.

Í vefverslunum þarftu að velja að borga með Netgíró og þá vísar greiðslulausnin þér inn á innskráningarsíðu Netgíró. Þegar þú hefur skráð þig inn, þá þarftu að samþykkja reikninginn frá viðkomandi söluaðila. Að því loknu ganga kaupin í gegn, gefið að þú sért með næga heimild fyrir upphæðinni.

Af hverju að velja Netgíró?

Við viljum öll hafa val. Það, að geta valið hvaða greiðslulausn hentar okkur best hverju sinni, skiptir notendur okkar máli. Notendur Netgíró fylla tugþúsundir Íslendinga.

Hjá Netgíró leggjum við okkur fram um að útbúa lausnir sem sniðnar eru að þörfum notenda hverju sinni. Þannig höfum kynnt nýjungar á borð við Jólareikninginn, sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin ár.

Netgíró er nútímaleg, einföld, örugg og þægileg greiðslulausn.

Þú getur skráð þig sem notanda hér.