Það er bæði skemmtilegt og spennandi að innrétta og endurgera heimilið. Ný húsgögn og innréttingar geta gert ótrúlega margt og auðvelt að breyta og fegra heimilið með lítilli fyrirhöfn. 

Heimilið er sá staður sem við eyðum hvað mestum tíma og það er okkur öllum mikilvægt að líða vel þar. Heimili er nefnilega ekki bara hús úr steini og við, heldur þar sem hjartað slær og við sækjum í nánd við fjölskyldu og vini. Því reynum við að koma okkur vel fyrir, söfnum fallegum húsgögnum og reynum að tryggja að allir í fjölskyldunni geti átt sér sinn stað og líði vel.

Það er vissulega svo, að hlutir færa okkur ekki hamingju. En hamingjan verður til á heimilinu. Húsgögn og innréttingar leika þar vissulega hlutverk. Fallegir munir og notaleg húsgögn hjálpa okkur að láta okkur líða vel.

Húsgögn og innréttingar

Húsgögn, allt frá blómavösum til borðstofuborða, geta gert ótrúlega mikið fyrir heimilið, án þess að þurfa að kosta mikið. Mynd í fallegum ramma, lítil stytta eða vönduð bókahilla geta breytt yfirbragði rýmis og herbergja þannig að við upplifum það á allt annan máta en áður. Margir leggja því reglulega leið sína í húsgagnaverslanir, bæði til að fá hugmyndir og eins versla. Stundum getur hreinlega verið nóg að færa til húsgögn, endurraða í rými, til að gjörbylta því.

Eins geta vandaðar innréttingar gert gæfumun. Fallegar innréttingar, hvort sem um er að ræða innréttingar á bað, eldhús eða í önnur rými, geta haft mikil áhrif á hvernig við upplifum rými. Það getur verið afskaplega spennandi og skemmtilegt að endurinnrétta rými, á borð við baðherbergi og eldhús. Stundum er jafnvel nóg að mála og breyta um lit á veggjum, til að heildarupplifun af rýminu verði allt önnur.

Fjölmargar húsgagna- og málningarvöruverslanir bjóða upp á Netgíró sem greiðsluleið. Eins eru margir söluaðilar innréttinga sem taka við Netgíró. Hægt er að sjá lista af þeim með því að smella hér.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg , sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða  sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.

Við bjóðum notendum okkar og viðskiptavinum frábæra þjónustu og leggjum okkur fram um að hjálpa þér að láta vefverslunina þína vaxa. Heyrðu endilega í okkur ef þú vilt bjóða upp á Netgíró.