Það styttist í vorið og margir farnir að huga að grillunum sínum. Eflaust eru einhver sem eru komin á endurnýjun og nú er frábær tími til að kaupa nýtt grill. Þá er gott að eiga góðar grillvörur, ábreiður og þess háttar, sem ver grillið gegn veðri og vindum. 

Það er fátt betra en vor og sumar á Íslandi. Náttúran vaknar, fuglar syngja og grasið grænkar, lóan heilsar okkur og hvetur okkur til að sofa minna og finnst við ekki vinna nóg. Eða svo segir í kvæðinu.

Eflaust eru margir búnir að draga fram grillin, hreinsa þau og undirbúa fyrir sumarið. Enda er fátt betra en að njóta þess að borða góðan grillmat í fallegu veðri. Margir eru með sterkar skoðanir á hvernig grill skuli vera, gas eða kol, margir brennarar eða einn, og svo mætti lengi telja. Grill er nefnilega ekki bara grill.

Fjölmargar verslanir með grill og grillvörur bjóða viðskiptavinum sínum val um greiðsluleið og er Netgíró ein vinsælasta óhefðbundna greiðsluleiðin hérlendis. Þannig getur þú valið með hvaða hætti þú greiðir fyrir grill og grillvörur, hvort sem þú vilt notast við 14 daga greiðslufrest, raðgreiðslur eða aðrar lausnir Netgíró.

Grill

Gott grill getur skipt sköpum við matreiðslu. Hvort sem þú kýst gas eða kol þá er mikilvægt að geta stýrt hitanum og tryggt að maturinn eldist eins og þú vilt að hann eldist. Því skiptir val á grilli miklu máli og gott að hafa í huga hvernig þú hyggst nota það. Gas er hentugt að mörgu leyti, grillið hitnar fyrr og það er afar einfalt að stýra hitanum. Kolagrill bjóða upp á annars konar eldamennsku og margir sem kjósa heldur kol þar sem stundum má finna ákveðinn kolakeim af kjöti elduðu á slíku grilli.

Sama hvort þú velur, þá er mikilvægt að muna að þrífa grillið vel og oft, þar sem það bætur endingu grillsins og getur komið í veg fyrir að matur brenni fastur við grillgrindina.

Grillvörur

Það getur verið gott að eiga góð áhöld og ábreiðu yfir grillið, enda allra veðra von hér á norðurhjara veraldar. Þá bjóða einnig margar verslanir upp á ýmis konar aukahluti, svo sem pizzastein, hreinsivörur og snúningsteina. Þannig getur maður með hjálp ýmissa aukahluta margfaldað notagildi grillsins.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg , sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða  sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.