Netgíró lánin eru hentug og þægileg. Það er afar einfalt að greiða upp lán hjá okkur, sem gerir þau að enn betri valkosti. 

Við leggjum áherslu á að vera þægileg, einföld og örugg greiðslulausn fyrir notendur okkar. Þannig vilja tugþúsundir notenda hafa val um hvaða greiðslulausn þeir velja hverju sinni, þegar borgað er fyrir vörur og þjónustu. Við bjóðum upp á fjölmargar þægilegar lausnir, svo sem raðgreiðslur og lán, sem hafa mælst vel fyrir og eru notaðar af þúsundum Íslendinga í hverjum mánuði.

Netgíró lánin eru ein þeirra lausna sem notendum okkar til boða. Þú getur fengið allt að 1.000.000 króna lánaðar, en hámarksupphæð láns fer eftir stöðu heimildar. Heimild notenda er byggð á greiðslumati Creditinfo.

Netgíró lán eru einföld og þægileg

Til að sækja um lán hjá Netgíró þarftu að vera skráður notandi. Á Mínum síðum eða í appinu er einfalt að sækja að um lán. Allt ferlið er rafrænt og ef umsóknin er samþykkt færðu féð greitt inn á reikning þinn samdægurs. Hvorki er gerð krafa um ábyrgðarmenn né veð að baki lána. Um hver mánaðamót birtist síðan krafa í heimabankanum þínum. 

Einfaldara verður það varla, ekki satt?

Greiða upp lán

Það er afar einfalt að greiða upp lán. Eina sem þú þarft að gera er að opna Mínar síður eða fara í Netgíró appið. Þar finnurðu það lán sem þú vilt greiða upp.

Þar velurðu að greiða upp lán en þá myndast krafa í heimabankanum þínum.

Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver okkar og þjónustufulltrúar okkar aðstoða þig með glöðu geði.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.