Líklega hefur aldrei verið jafn mikilvægt að vera með vefverslun og núna. Það eitt og sér er kannski ekki nóg. Þú þarft að hafa góða vefverslun. En hvað er góð vefverslun?

Fjölmargar verslanir hafa á undanförnum vikum keppst við að koma vefverslunum í loftið og á framfæri við notendur. Enda engin furða, í því ástandi sem ríkir núna þá verður enn mikilvægara en áður að vera með góða verslun á netinu og koma þannig vörum og þjónustu á framfæri.

Við fáum hins vegar bara eitt tækifæri til að heilla langflesta notendur og því er mikilvægt að nýta það afar vel. „You only get one chance at first impression,“ eins og þar stendur skrifað og líklega á það aldrei jafn vel við og þegar um nýja vefi og vefverslanir er að ræða.

Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga sem geta auðveldað þér að útbúa góða vefverslun.

Myndir

Það er fátt sem hefur jafn afgerandi áhrif á upplifun okkar af vefsvæðum og vefverslunum og myndir. Það er ekki nóg að tryggja að þær séu ekki pixlaðar eða grófkornaðar. Þær þurfa líka að vera nægilega léttar að þær birtist hratt og örugglega á snjalltækjum.

Þá er gott að hafa í huga að flest vefverslunakerfi reyna að raða vörumyndum inn í svæði í ákveðinni stærð. Gott er þá að skoða hver hlutföllin á myndasvæðinu eru, og tryggja að myndirnar sem þú setur inn í vefumsjónarkerfið séu í þeim hlutföllum (t.d. 1:1).

Hættan er sú, ef myndirnar eru ekki í réttum hlutföllum, að kerfið ýmist sníði af myndunum eða troði þeim inn í svæðið þannig að þær verði pixlaðar og ljótar.

Hraði

Þar sem notkun á snjalltækjum hefur margfaldast á undanförnum árum og er síst að minnka, þá skiptir hraði vefsíðna miklu máli. Eins skiptir máli að vefurinn hlaðist upp fallega og örugglega.

Það er bæði hægt að mæla hraða sem og gæði vefs með tólum á borð við GTmetrix og Page Speed Insights.

Gott að miða við að hver síða taki ekki lengri tíma en þrjár sekúndur að hlaðast upp. Hvort tól fyrir sig kemur einnig með fjölmargar ábendingar um hvað megi betur fara, ef hraðinn er ekki góður hjá þér.

Hnökralaust greiðsluferli

Líklega er fátt hefur jafn mikil áhrif á kaupákvörðun og greiðsluferillinn sjálfur. Því er afar mikilvægt að tryggja að upplifun notenda af greiðsluferlinum sé sem jákvæðust og án allra hraðahindrana.

Ef þú notast við vefgreiningartól á borð við Google Analytics ættirðu að geta komið auga á hvar flöskuhálsar eða hraðahindranir myndast í greiðsluferlinu. Mjög algengt er að slíkir hálsar séu á upplýsingasíðum, þ.e. þar sem notendur þurfa að setja inn upplýsingar um sig.

Einnig geta ýmist atriði á borð sprettiglugga með tilboðum og þess háttar haft fælandi áhrif, ef staða þeirra í greiðsluferlinu er ekki rétt og prófuð.

Við hjá Netgíró bjóðum upp á frábært greiðsluferli sem tugþúsundir Íslendinga nota daglega og þekkja afar vel. Settu þig endilega í samband við okkur, ef þú vilt auka val notenda sem getur aukið veltuna í vefversluninni þinni umtalsvert.

Góður vefstjóri

Það er eitt sem afar sjaldan er nefnt, þegar menn er að telja upp hvað einkennir góðar vefverslanir. Þær eiga nefnilega allar það sameiginlegt, að þær reka góðir vefstjórar.

Góður vefstjóri hefur auga fyrir öllum þessum atriðum og tryggir að vefverslunin þín sé sýnileg á bæði samfélagsmiðlum og í leitarvélum, sem auðveldar þér mjög að ná í sölu.

Góð vefverslun

Stundum getur verið erfitt að koma auga á hvað það er nákvæmlega sem veldur því að ein vefverslun er talin góð og nær í mikla sölu, á meðan önnur gengur brösuglega.

Eitt er þó alveg ljóst, að aukið val notenda um greiðsluleiðir eykur sölu. Tugþúsundir Íslendinga þekkja Netgíró og þær lausnir sem við bjóðum upp á.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.