Nú þegar margir hafa fengið bólusetningu við Covid eru eflaust margir farnir að huga að ferðalögum, hvort heldur sem er innanlands eða til annarra landa. Ferðalög eru skemmtileg og þú getur notað Netgíró til að gera þau enn skemmtilegri.

Sumarið á Íslandi er stórkostlegur tími. Náttúran vaknar og skiptir litum, fuglar syngja og ær með lömb má sjá víða meðfram þjóðvegunum. Eðli málsins samkvæmt, þá leggja margir Íslendingar land undir fót og njóta þess að ferðast um landið, skoða hina ýmsu staði og náttúruvætti, og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum.

Einnig eru margir sem kjósa að nýta sumarið til að heimsækja vini og ættingja erlendis, eða spóka sig um á fallegri sólarströnd eða rannsaka kastala, borgir og verslanir. Hvort heldur sem þú kýst að gera, þá getur Netgíró hjálpað þér að gera sumarfríið enn skemmtilegra.

Ferðalög innanlands

Sífellt fleiri einstaklingar, hvort sem um ræðir Íslendinga eða ferðamenn, eru að uppgötva hversu einstök náttúra Íslands er. Við búum á eldfjallaeyju, lengst norður í Atlantshafi og hér nýtur birtu nær allan sólarhringinn á sumrin. Við erum svo sannarlega heppin að búa að þeim gæðum sem landið okkur hefur yfir að búa og hugsanlega mættum við njóta þeirra enn oftar. Jöklar, eldfjöll, ár og vötn, grænir hagar og svartir sandar eru aðeins hluti þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Og fyrir okkur Íslendinga, sem höfum alist upp við lestur Íslendingasagna, þá hefur umhverfið jafnvel enn meiri merkingu.

Það er einfalt að nota Netgíró til að gera ferðalög innanlands enn skemmtilegri. Hvort sem þig vantar ferðabúnað, ferðavagna eða jafnvel nýjan bíl, þá stendur þér Netgíró til boða sem greiðsluleið.

Að fara utan

Eflaust klæjar marga í fingurna með að komast til sólarlanda í sumar, já, eða borgarferð í haust. Nú þegar við Íslendingar erum nær flest komin með að minnsta kosti fyrri bólusetningarsprautuna er hugsanlega tímabært að byrja að huga að slíkum ferðalögum.

Fjölmargar ferðaskrifstofur og flugfélög bjóða upp á Netgíró sem greiðsluleið. Þú getur þannig valið hvort þú vilt greiðsludreifingu eða greiða innan 14 daga, ýmist í appinu eða á mínum siðum. Einfaldara og þægilegra verður það varla.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg , sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða  sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.