Greiðslum vegna WOW air lokið

1.júlí 2019
Allar greiðslur sem hægt er að greiða til viðskiptavina Netgíró vegna gjaldþrots WOW Air undir lok marsmánaðar hafa verið inntar af hendi. Fylgt var þeirri meginreglu að viðskiptavinum Netgíró var endurgreitt jafnharðan og kröfur þeirra voru afgreiddar, en það var gert um leið og farið hafði verið yfir þau fylgigögn sem bárust vegna málsins. Aðeins standa eftir örfáar kröfur þar sem fylgigögn á borð við farmiða- eða bankaupplýsingar vantar. Eru þeir örfáu einstaklingar hvattir til að ganga frá slíkum upplýsingum svo hægt sé að ganga frá endurgreiðslum.

 

96% fengið endurgreitt vegna WOW air

27.júní 2019
96% allra þeirra sem sendu inn beiðni til Netgíró um endurgreiðslu vegna gjaldþrots WOW air undir lok marsmánaðar, hafa nú fengið greitt. Meginreglan hefur verið sú að viðskiptavinum Netgíró hefur verið endurgreitt jafnharðan og kröfurnar eru afgreiddar, en það var gert um leið og farið hafði verið yfir öll nauðsynleg fylgigögn í málinu. Þau 4% sem ekki hafa enn fengið endurgreitt má helst skýra með því að Netgíró hafa ekki borist nauðsynleg gögn til að klára endugreiðslu. Má þar nefna að viðkomandi hafa ekki sent inn afrit af farseðlum, upplýsingar um bankareikninga vantar og svo mætti áfram telja. Netgíró hvetur þá viðskiptavini sína sem ekki hafa gengið frá öllum fylgigögnum vegna málsins, að gera það hið fyrsta svo hægt sé að endurgreiða þeim. Gangi það eftir má reikna með að öllum endurgreiðslum vegna gjaldþrots WOW air verði lokið á næstu 2 – 3 vikum.

 

Endurgreiðsla vegna WOW air.

Vel gengur að vinna úr þeim beiðnum sem bárust Netgíró vegna gjaldþrots WOW air undir lok marsmánaðar.  Gengið hefur verið frá liðlega helmingi allra krafna sem bárust Netgíró dagana og vikurnar eftir gjaldþrotið. Viðskiptavinum hefur verið greitt jafnharðan og kröfur eru afgreiddar, en það er gert um leið og farið hefur verið yfir öll nauðsynleg fylgigögn í málinu. Áfram er unnið að því að afgreiða þær kröfur sem enn eru ógreiddar, en reiknað er með að síðasta krafan verði greidd undir lok júní.

 

Borgaðir þú WOW air ferðina með Netgíró?

 

Keyptir þú miða en fékkst ekki ferðina?

Vinsamlegast fylltu út viðeigandi upplýsingar í reitina hér fyrir neðan.

 

[contact-form-7 404 "Not Found"]