Endurgreiðsla vegna WOW air.

Vel gengur að vinna úr þeim beiðnum sem bárust Netgíró vegna gjaldþrots WOW air undir lok marsmánaðar.  Gengið hefur verið frá liðlega helmingi allra krafna sem bárust Netgíró dagana og vikurnar eftir gjaldþrotið. Viðskiptavinum hefur verið greitt jafnharðan og kröfur eru afgreiddar, en það er gert um leið og farið hefur verið yfir öll nauðsynleg fylgigögn í málinu. Áfram er unnið að því að afgreiða þær kröfur sem enn eru ógreiddar, en reiknað er með að síðasta krafan verði greidd undir lok júní.

 

Borgaðir þú WOW air ferðina með Netgíró?

 

Keyptir þú miða en fékkst ekki ferðina?

Vinsamlegast fylltu út viðeigandi upplýsingar í reitina hér fyrir neðan.