Netgíró er ekki bara greiðslulausn, heldur fyrst og fremst framúrskarandi samstarfsaðili. Við leggjum okkur fram um að þú náir góðum árangri og aukinni sölu. Fjölmargar verslanir og vefverslanir bjóða viðskiptavinum sínum að greiða með Netgíró og hafa fundið fyrir auknum viðskiptum. 

Í dag er hægt að velja um svo margar ólíkar greiðslulausnir, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar greiðslulausnir. Hver er sú rétta og hver skilar raunverulegri aukningu í sölu? Það er ekki alltaf auðvelt að sjá það eða komast að því fyrirfram, án þess að prófa.

Það sem þú getur hins vegar skoðað, er annars vegar fjöldi þeirra notenda sem vilja nota og nota reglulega umrædda greiðslulausn og hins vegar þá þjónustu sem greiðslulausnin veitir.

Við hjá Netgíró leggjum ekki eingöngu áherslu á að bjóða notendum okkar framúrskarandi þjónustu, fjölda ólíkra greiðsluleiða og eitt besta snjalltækjaappið á markaðnum, heldur leggjum við einnig mikla rækt við að vinna vel með þeim verslunum og vefverslunum sem bjóða notendum að greiða með Netgíró.

Góð þjónusta er ekki bara orðin tóm

Allt frá því að við hófum störf höfum við reynt að vera samstarfsaðilum okkar góður samstarfsfélagi og veita þeim virkilega góða þjónustu. Við höfum þannig unnið markvisst að því að koma vörum þeirra og þjónustu á framfæri við notendur Netgíró.

Þannig höfum við sent út tilkynningar um tilboð, nýjar vörur og gert okkar besta til að kynna samstarfsaðila okkar fyrir notendum, þannig að þeir viti alltaf hvar þeir geta greitt með Netgíró og notið þannig þeirra kosta sem því fylgir.

Þá erum við í samstarfi við verslanir og vefverslanir um mánaðarlega tilboð. Á heimasíðu okkar má sjá mánaðartilboðin sem gilda eingöngu fyrir þá sem greiða með Netgíró. Við höfum bæði séð og heyrt frá samstarfsaðilum okkar að það hefur gefið góða raun.

Eins leggjum við okkur fram um að fræða og má finna fjölmargar greinar hér á heimasíðunni okkar um vefverslanir, rekstur og uppsetningu þeirra, sem og um greiðslulausnir.

300% aukning milli ára

Fyrir rétt tæpu ári hafði ung kona samband við okkur. Hún er að reka vefverslun með hágæða vöru en salan var þá undir væntingum. Hún hafði ekki áður verið með Netgíró og vildi prófa hvort að það breytti einhverju. Við aðstoðuðum hana við að setja upp greiðslulausnina og ráðlögðum henni að gera nokkrar einfaldar breytingar á heimasíðunni.

Þá buðum við henni að taka þátt í mánaðartilboðum Netgíró, sem hún og gerði. Við auglýstum vefverslun hennar í gegnum samfélagsmiðlasíður okkar, sem og létum notendur okkar vita að nú gætu þeir borgað með Netgíró hjá henni.

Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. 300% aukning milli ára er nokkuð sem hún má vera stolt af. Margir af þeim sem versla hjá henni kjósa að nota raðgreiðslulausn Netgíró. Þannig sannast enn og aftur, að notendur vilja hafa val um greiðsluleið og það eitt og sér, að hafa þetta val, eykur líkur á að notendur kaupi.

Ekki bara greiðslulausn

Af hverju ættirðu að velja Netgíró sem greiðslulausn? Jú, af því að tugþúsundir Íslendingar nota og þekkja Netgíró. Við bjóðum upp á allar helstu greiðslulausnir og höfum kynnt fjölmargar nýjungar, t.d. raðgreiðslur, jólareikninginn og 14 daga greiðslufrest, allt lausnir sem notendur þekkja og vilja nota.

Við erum alvöru samstarfsaðili og látum okkur varða um að þér gangi vel. Árangur þinn er árangur okkar. Við leggjum okkur fram við að vera þér innan handar og komum vöru og þjónustu þinni á framfæri við notendur okkar. Við bjóðum notendum okkar upp á eitt besta snjalltækjaappið á þessum markaði og ætlum okkur að verða enn betri á þessu ári.

Við erum þannig ekki bara greiðslulausn, heldur svo miklu meira.

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt bjóða upp á Netgíró.