Brynja Dan og Netgíró hafa tekið höndum saman og starfa að síðunni 1111.is, en þar má finna öll helstu tilboðin fyrir Svarta Föstudaginn og Cyber Monday. 

Viðskipta­kon­an Brynja Dan hef­ur á síðustu árum haldið utan um til­boðsdag­inn „Sing­les day“ hér á Íslandi. Það fel­ur í sér að halda utan um öll þau til­boð sem vef­versl­an­ir bjóða þann 11. nóv­em­ber. Við í Netgíró tókum fullan þátt í Singles Day með Brynju þetta árið og ákváðum að taka Svarta Föstudaginn og Cyber Monday líka með trompi.

Þetta hef­ur gengið gríðarlega vel síðustu ár hjá Brynju og nú í ár opnaði hún í fyrsta sinn vefsíðuna 1111.is. Á vefsíðunni má finna öll þau til­boð sem net­versl­an­ir bjóða upp á hverju sinni. Í kjöl­farið ákvað Brynja að breyta til­gangi vefsíðunn­ar, það er, að hann væri ekki bara fyr­ir þenn­an eina dag held­ur fleiri af­slátt­ar­daga.

Netgíró borgar skráningargjald fyrirtækja

Brynja inn­heimt­ir lágt gjald til fyr­ir­tækj­anna sem eru á vefsíðunni til þess að greiða kostnað af hönn­un og upp­setn­ingu. Við munum hins vegar greiða gjaldið fyrir fyrirtækin, enda viljum við standa þétt við bakið á Brynju og þessari frábæru hugmynd hennar. 

Í dag bjóða langflestar vefverslanir upp á Netgíró og því getur þú valið hvaða greiðsluleið hentar þér best hverju sinni. Þannig getur þú auðveldlega valið að greiða ýmist með greiðslukorti eða með Netgíró, og valið þá hvaða greiðsluleið þú vilt notast við.

Jólareikningurinn og Svarti Föstudagurinn

Við höfum fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé nota Jólareikninginn á Svarta Föstudeginum eða Cyber Monday. Svarið við því er afar einfalt: Já!

Öll kaup sem þú gerir í nóvember eða desember er hægt að setja á Jólareikning Netgíró. Eina sem þú þarft að gera er að greiða með Netgíró fyrir vörur eða þjónustu, opna appið eða Mínar síður á netgiro.is og finna þar viðkomandi færslu. Með því að smella á færsluna færðu upp valmöguleika og getur þar valið að breyta viðkomandi færslu í Jólareikning. Einfaldara gæti það ekki verið.