Sífellt fleiri verslanir bjóða viðskiptavinum sínum að borga með Netgíró í verslunum sínum. Enda hefur það gefið góða raun og hefur jákvæð áhrif á veltu. 

Allt frá því við kynntum fyrstu Netgíró greiðslulausnina, höfum við lagt mikla rækt við að starfa með söluaðilum og þróa lausnir sem í senn henta þeim og viðskiptavinum. Við höfum þannig kynnt ýmsar ólíkar lausnir á borð við Netgíró Lán, greiðsludreifingu og jólareikning, sem hafa fyrir löngu sýnt fram á gildi sitt. Þannig kemur fram í samtölum okkar við söluaðila að þeir finni vel fyrir því að notendur nýti þessar lausnir og hafi gert í gegnum tíðina, sem helst í hendur við gögn okkar. Því leyfum við okkur að fullyrða að greiðslulausn á borð við Netgíró auki veltu söluaðila.

Augljós áhugi

Ein af þeim lausnum sem við höfum unnið að og erum sífellt að útfæra og uppfæra, er að bjóða notendum að greiða fyrir vöru í búðum og verslunum. Upphaflega var aðeins hægt að greiða með Netgíró í netverslunum en með því að bjóða notendum að greiða í verslunum stóð enn fleiri notendum Netgíró til boða. Fyrsta lausnin var áhugaverð og samnýtti tæknilausnir sem við höfðum útbúið fyrir vefverslanir annars vegar og kassakerfi verslana hins vegar. Iceland var fyrsta verslunin sem tók þessa lausn Netgíró upp á sína arma.

„Um leið og við buðum upp á Netgíró sem greiðslulausn fundum við fyrir auknum áhuga viðskiptavina okkar á þessari greiðsluleið og margir vildu greinilega fá að borga með Netgíró,“ segir Jón Ingi, verslunarstjóri Iceland í Engihjalla og bætir við: „Þetta var virkilega spennandi verkefni og er enn. Viðskiptavinir okkar kunna vel að meta að geta valið um greiðsluleið og nýta sér það óspart.“

Greiddu með símanum

Í dag er greiðslulausnin okkar býsna ólík því sem hún var í upphafi. Nú nægir notendum að opna Netgíró appið og láta kassakerfi skanna strikamerki sem appið býr til. Þetta hefur gefið góða raun í fjölmörgum verslunum, flýtir fyrir og auðveldar alla vinnslu. Rétt eins og með aðrar greiðslur þá geta notendur valið sjálfir hvaða greiðsluleið hentar þeim, t.d. er lítið mál að velja greiðslu sem gerð hefur verið í búð eins og Iceland og breyta henni í raðgreiðslur, svo fremi sem hún uppfylli skilyrði okkar um slíkar greiðslur. Fyrir vikið hentar Netgíró sérstaklega vel sem greiðsluleið fyrir sjálfsafgreiðslukassa verslana.

Hlutfall snjallsímaeign Íslendinga er með hæsta móti og reynsla okkar er sú, að við erum nýjungagjörn og tilbúin að prófa nýja hluti, eins og sjá má glögglega í búðum Iceland. Við höfum lagt mikla áherslu á að skapa lausnir sem taka mið af þessu og reynt að tryggja að sem auðveldast sé fyrir bæði notendur og starfsfólk verslana að greiða með eða taka við greiðslu í gegnum Netgíró.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.

Við bjóðum notendum okkar og viðskiptavinum frábæra þjónustu og leggjum okkur fram um að hjálpa þér að láta netverslunina þína vaxa. Heyrðu endilega í okkur ef þú vilt bjóða upp á Netgíró sem greiðslulausn eða þig vantar einhverja aðstoð við að setja greiðslulausnina upp.