Þú færð aukin viðskipti með því að bjóða upp á Netgíró. Tugþúsundir Íslendinga kjósa að nota Netgíró í hverjum mánuði og vilja hafa val um greiðsluleið

Það hefur margsannað sig, að notendur vilja hafa val um greiðslulausn. Við viljum jú öll ráða því í dag þegar við erum í verslunum hvort við greiðum með debetkorti, greiðslukorti, síma eða peningum og hvers vegna ætti þessu að vera öðruvísi farið á netinu?

Við höfum auk þess séð það gerast margoft, að eftir að við innleiðum Netgíró sem greiðslulausn þá aukast viðskipti viðkomandi söluaðila. Fyrir okkur er þetta því klárt mál.

Aukin viðskipti með Netgíró

Í dag nota tugþúsundir Íslendinga Netgíró í hverjum mánuði, hvort heldur sem er á netinu eða í verslunum. Það eru mikil þægindi fólgin í því að geta valið um hvaða greiðslulausn hentar manni hverju sinni og það er einmitt það sem Netgíró gengur út á.

Notendur geta þannig valið að greiða með Netgíró og það sem meira er, að viðskiptnum loknum geta þeir valið sjálfir í appinu eða á mínum síðum með hvaða hætti þeir greiða hvern reikning fyrir sig. Sumar reikninga borga þeir strax, aðra reikninga borga þeir innan 14 daga og við enn aðra reikninga notast þeir við Netgíró Raðgreiðslur.

Með því að bjóða upp á Netgíró eykur þú því valmöguleika neytenda um greiðslulausnir og það eitt og sér ýtir undir aukin viðskipti. Hjá Netgíró eru skráðir tugþúsundir virkra notenda sem þekkja vel að nota Netgíró og gera það reglulega.

Viltu koma í viðskipti?

Heyrðu endilega í okkur, við erum boðin og búin til að aðstoða þig við að ná í aukin viðskipti. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.

Þinn hagur er okkar hagur. Þess vegna gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða þig við að koma vörum þínum og þjónustu á framfæri.