Það er auðvelt að borga með Netgíró í Hagkaup og á það jafnt við um sjálfsafgreiðslukassa sem og hefðbundna afgreiðslukassa. Við erum sífellt að þróa vöruna okkar í samstarfi við söluaðila sem og viðskiptavini, þannig að þörfum beggja sé mætt í hvívetna. 

Nú spretta upp sjálfsafgreiðslukassar í stórmörkuðum og verslunum hérlendis. Þessir kassar bæði flýta fyrir afgreiðslu sem og auðvelda viðskiptavinum að hafa betri yfirsýn á innkaup sín.

Vissulega kjósa margir enn að notast við hefðbundnu afgreiðslukassana, en það mætti segja að í þessu tilfelli gildir hið sama og með greiðslulausnir. Viðskiptavinum finnst gott að hafa val. Stundum hentar betur að notast við sjálfsafgreiðslukassa en á öðrum stundum er betra að fara á hefðbundinn afgreiðslukassa.

Almennt virðast viðskiptavinir stórmarkaða kunna vel að meta þessa tækninýjung. 63% svarenda í nýrlegri könnun MMR um afstöðu landsmanna til sjálfsafgreiðslukassa í matvöruverslunum kváðust jákvæð gagnvart þeim en 30% sögðust mjög jákvæð.

Borgaðu með Netgíró í Hagkaup

Notendum Netgíró hefur staðið til boða að nota Netgíró sem greiðsluleið í Hagkaup nokkuð lengi og hefur það mælst einstaklega vel fyrir. Við höfum því unnið þétt með starfsfólki Hagkaups að því að tryggja að notendur okkar geti einnig valið þá greiðsluleið á sjálfsafgreiðslukössum.

Þannig er einfalt að borga með Netgíró. Ef þú velur að fara á sjálfsafgreiðslukassa, þá einfaldlega skannar þú inn þær vörur sem þú ætlar að kaupa. Þegar þú hefur valið magn innkaupapoka, getur þú valið um hvort þú viljir borga með Netgíró eða greiðslukorti. Einfaldara gæti það ekki verið.

Stöðug þróun og ánægðir viðskiptavinir

Það er eðli allra hluta að þróast. Við leggjum metnað okkar í að vera í stöðugri þróun og mæta þörfum viðskiptavina okkar, hvort sem það eru söluaðilar eða notendur, eins vel og okkur er unnt. Að bjóða upp á Netgíró í sjálfsafgreiðslukössum er ein birtingarmynd þessa þróunarstarfs.

Við vitum að með því að hlusta á viðskiptavini okkar og mæta þörfum þeirra, aukum við ánægju þeirra. Við viljum að íslenskir neytendur hafi val, geti ráðið því sjálfir hvort þeir kjósi að notast við hefðbundnar eða óhefðbundnar greiðsluleiðir.