Hjá FH er leikur einn að kaupa árskortið á netinu og enn betra, þú getur borgað með Netgíró. 

Íþróttafélög eru sífellt að leita leiða til að auka veltuna. Sala árskorta styður þannig við meistaraflokka félaganna og er frábær leið til fjáröflunar. Þá geta stuðningsmenn lagt sitt af mörkum við rekstur félaganna og ávallt átt miða á alla heimaleiki.

FH í Hafnarfirði er eitt stærsta íþróttafélaga landsins og þarf varla að kynna fyrir nokkrum manni. Liðið fer mjög skemmtilega leið í sölu árskorta. Stuðningsmenn Hafnarfjarðarliðsins geta keypt árskort á netinu í sérlega smekklegri netverslun.

Árskortið með Netgíró

Við aðstoðuðum FH við að setja Netgíró upp sem greiðslugátt. Árangurinn lét ekki á sér standa, en sala árskorta á netinu hefur farið fram úr björtustu vonum og spilar Netgíró þar stórt hlutverk.

„Við sáum strax að notendur vilja greinilega hafa þetta val, því fjölmargir kjósa að greiða árskortin með Netgíró. Þetta svínvirkar,“ segir Arnar Ægisson hjá FH.

Góð leið til fjáröflunar

Að selja árskort á netinu er framtíðin. Notendur eru vanir að geta gengið frá kaupum á vörum og þjónustu á netinu og hvers vegna ætti hið sama ekki að gilda um árskort íþróttafélaga, eða aðrar vörur þeirra ef því er að skipta.

Íslenskir notendur eru þannig vanir því að hafa val þegar kemur að ólíkum greiðsluleiðum og rannsóknir hafa margsýnt að með því að bjóða upp á slíkt val, þá hækkarðu kauphlutfall og eykur sölu.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða greiðslulausnir sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.

Við bjóðum notendum okkar og viðskiptavinum frábæra þjónustu og leggjum okkur fram um að hjálpa þér að láta netverslunina þína vaxa. Heyrðu endilega í okkur ef þú vilt bjóða upp á Netgíró sem greiðslulausn eða þig vantar einhverja aðstoð við að setja greiðslulausnina upp.