Við erum sífellt að bæta vöruval okkar og vinnum stöðugt með söluaðilum að bættum útfærslum. Við viljum þannig gera betur við viðskiptavini og auðvelda þeim að kjósa hvaða greiðsluleið þeir vilja hverju sinni. 

Á undanförnum misserum höfum við unnið þétt með mörgum söluaðilum og reynt að útfæra lausnir sem sniðnar eru bæði að þörfum þeirra, sem og viðskiptavina. Allar rannsóknir benda til þess að viðskiptavinir vilji hafa val um greiðsluleið og höfum við heyrt frá mörgum söluaðilum að með því að bjóða upp á Netgíró, þá séu viðskiptavinir í senn ánægðari og líklegri til að klára kaup.

Að gera betur við viðskiptavini

Með því að bjóða upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir gerir þú betur við viðskiptavini þína og líkurnar á því að þeir kaupi vörur aukast til muna.

Með því að bjóða upp á Netgíró sem greiðsluleið fá viðskiptavinir þínir ekki bara færi á að velja milli ólíkra greiðsluleiða, heldur hafa allir notendur Netgíró aðgang að ólíkum leiðum okkar, án þess að þú þurfir að hafa nokkuð fyrir því.

Þannig geta notendur Netgíró valið að greiða innan 14 daga, raðgreiðslur eða Netgíró mánuð, sem allt er hægt að gera ýmist í appinu okkar eða á mínum síðum, án þess að þú þurfir að hafa nokkrar áhyggjur, t.d. að prenta út blöð og þess háttar.

Sjálfsafgreiðslukassar

Sífellt fleiri verslanir hafa tekið upp sjálfsafgreiðslukassa. Bæði flýtir það fyrir afgreiðslu og getur nýting á starfsafli einnig orðið önnur.

Við höfum unnið með mörgum verslunum sem bjóða upp á sjálfsafgreiðslukassa og erum með framúrskarandi góðar lausnir, sem gera viðskiptavinum kleift að velja um greiðsluleið, á meðan þeir eru í kassanum sjálfum.

Þannig geta viðskiptavinir, á meðan þeir eru á sjálfsafgreiðslukassa, valið hvort þeir greiði með greiðslukorti eða Netgíró, nokkuð sem margir notendur Netgíró eru þakklátir fyrir og nýta ítrekað.

Um Netgíró

Netgíró er einföld og þægileg greiðslulausn, sem tugþúsundir Íslendinga nota í hverjum mánuði. Við leggjum okkur fram um að bjóða  sem henta nútíma viðskiptaháttum og viljum að notendur hafi val hverju sinni um með hvaða hætti þeir vilja greiða fyrir vörur og þjónustu.

Við bjóðum notendum okkar og viðskiptavinum frábæra þjónustu og leggjum okkur fram um að hjálpa þér að láta vefverslunina þína vaxa. Heyrðu endilega í okkur ef þú vilt bjóða upp á Netgíró.