Á að fara út í sumar? Það er svo yndislegt og skemmtilegt að ferðast og kynnast nýjum borgum og öðrum löndum. Þú getur auðveldlega borgað ferðina með Netgíró, hvort sem að sumri eða vetri til. 

Það jafnast ekkert á við það, að þruma sér í gott sólbað. Já, það er algjörlega æðislegt að skella sér til Spánar, eins og Laddi söng um svo eftirminnilega á síðustu öld. Enda höfum við Íslendingar látið okkur eftir þann munað að fara út til heitari landa og notið þess að vera í sól, þó ekki væri nema um nokkurra daga skeið, svo áratugum skiptir.

Sólarlandaferðir eru vissulega vinsælar, en það er svo margt annað í boði. Hvernig væri að rölta um stræti Rómar og dást að rómverskum fornminjum? Eða fara til Parísar með ástinni og ráfa um í rómantískri gönguferð við Signu? Svo eru náttúrlega þeir sem þrá ekkert heitar en að sjá 11 menn í réttum litum sigra aðra 11 menn í röngum litum í tuðrusparki.

Á hverju ári nýta fjölmargir Íslendingar þann möguleika að fara utan og greiða fyrir utanlandsferðir með Netgíró. Enda er bæði auðvelt og þægilegt að borga með Netgíró og þú hefur alltaf fulla stjórn og yfirsýn, og getur valið um hvernig þér hentar best að borga fyrir ferðina.

Farðu á eigin vegum

Það er svo gaman að lenda í ævintýrum og hvað er betra en að sitja löng vetrarkvöld og skipuleggja draumaferðina. Hvort sem um er að ræða flakk milli kastala í Þýskalandi, fara á slóðir Ingólfs Arnarsonar í Noregi eða þjóta eftir Route 66 í Bandaríkjunum, þá er auðveldlega hægt að borga fyrir ævintýrið að einhverju leyti með Netgíró.

Þú getur nefnilega borgað með Netgíró fyrir flugið hjá Icelandair.

Nýttu þér ferðaskrifstofu

Alla helstu ferðaskrifstofur landsins, hvort sem um að ræða Sumarferðir, Vita, Úrval-Útsýn og svo mætti lengi telja, bjóða viðskiptavinum sínum að borga með Netgíró. Það gildir því einu hvort þú ætlar út í sumar eða um vetur, þú getur alltaf valið þá greiðsluleið sem hentar þér best hverju sinni.

Þú getur séð alla þá ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á Netgíró með því að smella hér og velja Ferðaskrifstofur og Flugfélög í leitarvélinni.

Þú veist best hvaða greiðsluleið hentar þér best hverju sinni

Með því að nota Netgíró hefur þú alltaf fulla yfirsýn og algjöra stjórn á því hvaða greiðsluleið hentar þér best hverju sinni. Stundum hentar þér best að greiða strax, á öðrum stundum er gott að geta greitt vaxtalaust innan 14 daga og enn öðrum stundum viltu geta valið raðgreiðslur. Þá er líka gott að vita til þess að þú getur auðveldlega sótt um Netgíró lán á netinu og tekur ferlið aðeins skamma stund.

Þess vegna er Netgíró frábær valkostur, hvort sem þú vilt greiða fyrir utanlandsferðir eða aðrar vörur og þjónustu. Netgíró er einföld og þægileg greiðsluleið, sem tugþúsundir Íslendinga nota.