Kröfur neytenda um persónulega og góða þjónustu eru sífellt að aukast og á við um netið eins og annars staðar. Hér eru 5 leiðir til að ná meiri árangri í sölu á netinu. 

Neytendur vilja ekki láta selja sér vörur, heldur kjósa persónulega þjónustu og góða upplifun af kaupum á vörum sem falla að lífstíl þeirra og gildum. 

Það er raunveruleikinn sem við búum við. Neytendur ganga út frá því að allt frá samskiptum í gegnum tölvupóst til færslna á samfélagsmiðlum og þeirra vara sem þeir sjá í vefverslunum séu sniðin að persónulegum þörfum þeirra og áhugasviði. 

Til að fá neytendur til að bregðast við og taka við sér, þurfum við sem seljendur vara og þjónustu oft að endurhugsa markaðssókn okkar og hugsa hana enn lengra en hreinlega að para saman vörur og markhópa. Þær verslanir sem hafa tileinkað sér neytendamiðaða markaðssókn á netinu, þar sem skilaboð eru sniðin að hverjum og einum, hafa oft séð mikla og jákvæða breytingu á virkni neytenda og trúnað þeirra við vörumerkið. 

Hér eru 5 leiðir til að ná meiri árangri í sölu á netinu og hjálpa þér að gera markaðssóknina persónulegri og sniðna að hverjum og einum neytanda. 

Leið 1: Tölvupóstur

Helstu kosturinn við tölvupóst er að þannig hefurðu aðgang að beinni markaðssetningu í gegnum sölurás sem neytendur eru þegar að nota. 

Eðli málsins samkvæmt, þá er hún ansi fín línan sem við þurfum að gæta okkar að fara ekki yfir, þannig að neyendur upplifi ekki að við séum að senda þeim ruslpóst í tíma og ótíma. Galdurinn við góða markaðssetningu í gegnum tölvupóst er tímasetning og með því að nota vefgreiningargögn úr vefversluninni sem og gögn um kauphegðun notenda geturðu tryggt að hver og einn notandi eigi persónulega kaupupplifun.

Hugsanlega var notandi sem var að skoða vefverslunina þína en kláraði ekki kaup. Þá gæti verið upplagt að senda viðkomandi tölvupóst og minna á vörurnar sem viðkomandi skildi eftir í körfunni. 

Að lokum getur verið sniðugt að senda þeim notendum sem skoða aðeins eina tiltekna vöru tölvupóst með tilboði eða afsláttarkóða sem gildir í takmarkaðan tíma. Stundum þurfa neytendur vinalega ábendingu um vörur eða þjónustu sem þeir hafa sýnt áhuga og tölvupóstur sniðinn að hegðun þeirra gæti verið það sem þarf til að fá viðkomandi til að taka ákvörðun um að kaupa. 

Leið 2: Samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlar er afar áhrifarík leið til að ná til neytenda. Miðlar á borð við Instagram og Facebook geta auk þess verið mjög hagkvæmir enda auðvelt að miða á ákveðna markhópa og þá sem hafa þegar sýnt vörum þínum og þjónustu áhuga. 

Það eru tveir ólíkir hópar af notendum á samfélagsmiðlum, annars vegar þeir sem eru þegar að fylgja þér og sýna þér áhuga og hins vegar allir hinir. Það getur verið mjög ábatasamt að sækja fram gegn hvorum hópi fyrir sig. 

Þeir viðskiptavinir þínir sem fylgja þér á samfélagsmiðlum og bregðast við uppfærslum eru undirstaða markaðssóknar þinnar. Þeir hafa þegar sýnt í verki að þeim líkar við það sem þú ert að selja og gera og eru þar af leiðir líklegri til að bregðast við með jákvæðum hætti við uppfærslum þínum. Ekki hika við að verðlauna þessa notendur með tilboðum í uppfærslum. Vertu skapandi, segðu þeim frá vörum og þjónustu þinni og leyfðu þessum notendum, þínum stærstu aðdáendum, að njóta þess. Fyrir þeim snýst þessi persónulega upplifun um að taka þátt í því sem þú deilir á samfélagsmiðlum. 

Það getur verið heldur snúnara að ná til þeirra sem ýmist þekkja þig ekki eða eru ekki að fylgja þér á samfélagsmiðlum. Til að ná til þeirra notenda er gott að auglýsa á samfélagsmiðlum, þannig að þær vörur og þjónusta sem þú ert að selja sé sýnileg. Þetta er mun dýrara en að ná aðeins til þeirra sem fylgja þér. Hins vegar, ef þú þekkir vel markhópinn þinn og getur miðað markaðssókn þína á hann, þá geta slíkar auglýsingar margborgað sig og hjálpað þér að ná til fleiri neytenda. 

Leið 3: Skyldar vörur

Hér er um að ræða aðferð sem hefur verið nýtt með hagkvæmum hætti svo lengi sem elstu verslunarmenn muna. Í stað þess að para saman vörur með eiginlegum hætti, þannig að þær standi saman í hillu, þá bjóða flest vefumsjónarkerfi vefverslana upp á að tengja saman skyldar vörur. Þá er einnig hægt að nýta kaupgögn og láta gervigreind raða saman þeim vörum sem oftast eru keyptar saman. 

Gott dæmi um þetta er hvernig Amazon mælir með vörum fyrir kaupendur. Þar geta notendur séð hvaða vörur kaupendur líkir þeim sjálfum hafa keypt með ákveðinni vöru, en þetta tryggir að hver notandi fyrir sig upplifir sértæka útgáfu af vefversluninni. Þá hefur komið fram í máli stjórnenda Amazon að allt að 35% af veltu þeirra kemur í gegnum skyldar vörur og þess háttar tækni. 

Þú getur líka boðið upp á þetta með því að hagnýta þér tækni sem byggir á leitar- og kaupsögu notenda til að tryggja að upplifun hvers og eins sé einstök. Þetta getur verið allt frá því að minna notanda á vöru í körfu eða vöru sem er tengd eða skyld annarri vöru sem viðkomandi hefur keypt nýverið. Hvort heldur sem er, til að tryggja að upplifun hvers og eins sé einstök þarftu að tengja saman snjalla tækni við hefðbundna kauphegðun. 

Leið 4: Óhefðbundnar greiðsluleiðir

Með því að fjölga greiðsluleiðum gerirðu notendum kleift að velja þá greiðsluleið sem hentar þeim. Það ýtir undir að notendum upplifi kaup sín sem einstök og hjálpar til að hækka hlutfall þeirra notenda sem kaupa. Í stað þess að neyða alla notendur til að notast við kreditkort eða debetkort, þá er sniðugt að bjóða upp á einhverja óhefðbundna greiðsluleið, eins og Netgíró. Ef þú vilt virkilega mæta þörfum viðskiptavina þinna, þá þurfa greiðsluleiðirnar að vera jafn fjölbreyttar og viðskiptavinirnir eru. 

Snjalllán hvers konar, greiðsludreifing, útsölureikningar og svo mætti lengi telja eru greiðsluleiðir sem neytendur nota og vilja nota. Þannig leyfirðu neytandanum að ákveða sjálfur hvaða greiðsluleið hentar hversu sinni og með því verður enn líklegra að viðkomandi taki ákvörðun um kaup. 

Leið 5: Sýnileiki í vefverslun

Síðasta leiðin, og sú sem hnýtir allar hinar saman, er kannski ekki síst sú mikilvægasta. Vefverslunin sjálf er náttúrulega vettvangurinn þar sem lokaákvörðunin um kaup er tekin og því er mikilvægt að tryggja að það sé sterk tenging þar við hinar leiðirnar fjórar. 

Vertu með augljóst hvar sé hægt að skrá sig á póstlistann þinn sem og hvað skráning á hann felur í sér. Tryggðu að hlekkir á samfélagsmiðlasíður séu sýnilegir. Ganga þarf úr skugga um að auðvelt sé að fletta í gegnum skyldar vörur. Hafðu allar greiðsluleiðir sýnilegar, sem og skýringar á hvernig þær óhefðbundnu virka. 

Það, að gera hverja heimsókn notanda að persónulegri og einstakri upplifun, kallar á að við setjum neytendur í fyrsta sæti og miðum alla markaðssókn, vefhönnun og tækniþróun út frá því. Þannig náum við árangri.