Hvað gerist þegar notandi í vefverslun þinni stendur frammi fyrir því að velja milli tveggja sambærilegra en misdýrra vara? Hvort velur hann þá dýrari eða ódýrari? Þú getur hjálpað notandanum að velja réttu vöruna. Hér eru 3 leiðir til að auka meðalvirði kaupa. 

Það er gömul saga og ný að ánægðir viðskiptavinir snúa aftur og versla meira. Þannig ætti það að vera markmið hvers vefverslunareiganda að tryggja að endurkomuhlutfall notenda sé sem hæst. En hvað gerist þegar sú vara sem heillar notanda mest er dýrari en önnur sambærileg en ekki jafn eftirsóknarverð vara?

Margir eru með meðvituð eða ómeðvituð eyðslumörk, þ.e. þeir vilja ekki eyða meiru en ákveðinni upphæð í vöru. Fyrir vikið kaupa notendur ekki vöruna sem þá virkilega langar í en velja þess í stað og sætta sig við sambærilega en ódýrari vöru. Til bæta sér þetta upp kaupa notendur eitthvað annað og oftar en ekki einhvers staðar annars staðar. 

Með öðrum orðum, jafnvel þó notendum finnist þeir ekki hafa efni á einhverju, þá eyða þeir engu að síður þeirri upphæð, og jafnvel enn meiru, sem það hefði kostað þá að fá dýrari vöruna. 

En hvað getum við gert í þessu? Hvernig getum við aðstoðað notandann við að velja rétta vöru?

  • Bjóddu upp á óhefðbundnar greiðsluleiðir

Við hjá Netgíró getum leyft okkur að fullyrða að með því að bjóða upp á óhefðbundnar greiðsluleiðir þá hækkar meðalvirði kaupa í vefverslun þinni. Af hverju? Jú, því með því að bjóða upp á slíkar greiðsluleiðir þá gefurðu notendum færi á að velja þá greiðsluleið sem hentar þeim hverju sinni. Það ýtir enn frekar undir kaup og hækkar kauphlutfall. 

Annar kostur við það að bjóða upp á slíkar greiðslulausnir er að það eykur traust notenda að sjá greiðslulausnir sem þeir þekkja og treysta. Það hækkar endurkomuhlutfall notenda, nokkuð sem við sjáum mjög oft gerast í þeim vefverslunum sem taka upp Netgíró. 

  • Sýndu mánaðarlega greiðslur ef kostnaði er dreift á fleiri mánuði

Með því sýna hver mánaðarleg greiðsla ef kostnaði er dreift yfir lengri tíma, þá auðveldarðu notendum að taka ákvörðun um kaup. Stundum getur það verið erfiður hjalli að komast yfir að borga háa upphæð í einni greiðslu og þá kjósa margir notendur að dreifa greiðslum. Þess vegna er gott að sýna hvernig hægt er að dreifa kostnaðinum, eins og sjá má hér hjá Heimkaupum.

Við hjá Netgíró bjóðum upp á greiðsludreifingu. Þannig er það alfarið í höndum notenda hvernig þeir dreifa greiðslum og er hægt að dreifa greiðslum jafnvel eftir að kaup hafa farið fram. Það hefur sýnt sig, að þetta eykur meðalvirði kaupa.  

  •  “Oft keypt saman”

Amazon er líklega sú vefverslun sem hvað mest rannsökuð og byggir á hvað ríkustu gögnum. Öll notendahegðun er vandlega mæld og er vefverslunin aðlöguð að hegðun notenda hverju sinni. Þá eru gerð fjölmörg A/B próf daglega sem ætlað er að finna út hvað er söluhvetjandi. 

Eitt af því sem Amazon hefur innleitt er virkni sem segir notendum hvaða vörur eru allajafna keyptar saman, þannig að ef notandi velur vöru A þá bendir vefverslunin honum á hvaða vara er oft keypt með vöru A. Þetta er gert með aðeins eitt markmið í huga, þ.e. að auka meðalvirði kaupa. 

Fjölmargar vefverslanir eru í dag með þá virkni að tengja saman paraðar vörur eða sýna skyldar vörur, en ekki eru alla vefverslanir með þessa virkni. Þessi upp- og krosssala hjálpar og flýtir fyrir notandanum að finna réttar vörur og ýtir undir aukin kaup.