Sérfræðingar okkar í netverslun eru reiðubúnir að aðstoða þig við að koma netverslun þinni á framfæri. Við hjá Netgíró vinnum með mörgum ólíkum vefverslunum og þekkjum helstu áskoranir þess að koma netverslun á framfæri, þannig að reksturinn gangi vel. 

Hjá Netgíró starfar ólíkur hópur sérfræðinga og höfum við í gegnum tíðina öðlast góða þekkingu á hvernig gott er að reka netverslun og ná árangri. Það er ekki sama hvernig staðið er að rekstri slíkrar verslunar og ljóst að ef ekki er vel að verki staðið getur fljótt sigið á ógæfuhliðina.

Við vitum að kauphegðun notenda hefur breyst hratt á undanförnum árum, með tilkomu snjalltækja, öflugri nettenginga og sífellt betri netverslana, sem taka mið af hegðun notenda og nýtir gervigreind. Þó eru þrjár megináskoranir sem allir sem reka eða setja á laggirnar netverslun þurfa að takast á við.

3 áskoranir

Vöxtur

Það getur verið afar erfitt að ná jöfnum og góðum vexti. Það eru margir að keppast um að ná athygli kaupenda og þá getur verið dýrt að auglýsa. Því er sniðugt að staldra aðeins við og leggja niður drög að því hvernig hægt sé að ná til sem flestra án þess að kosta miklu til. Til þess eru nokkrar góðar leiðir, til að mynda eru samfélagsmiðlar ágætir til þess, til dæmis setja margir upp aðdáendasíðu á Facebook fyrir vefverslunina og þá getur verið öflugt að tryggja að þeir sem heimsæki netverslunina viti af henni eða eigi auðvelt með að rata inn á aðdáendasíðuna af heimasíðu netverslunarinnar. Þá getur verið sniðugt að nota hvers kyns umsagnakerfi og meðmælakerfi, þannig að viðskiptavinir geti ýmist skilið eftir umsögn um vörur eða þjónustu.

Þegar þú ert að skoða vöxt og reyna átta þig á hvað virkar og hvað ekki, er gott að notast við öflugt vefgreiningartól. Google Analytics er líklega best þekkta og mest notaða vefgreiningartólið, það er ókeypis og auðvelt í uppsetningu. Gögnin sem þar fást eru góð til að meta hvað virkar og hvað ekki. Þá mælum við með að notast við A/B prófunartól, þar sem þú getur prófað ólíka hönnun, t.d. liti á hnöppum, og fundið þannig út hvað virkar best á notendur.

Vöxtur í notkun netverslana er einna mestur í yngri aldursflokkum og því er gott að huga sérstaklega vel að þeim aldurshópi, þ.e. ef þú ert á annað borð að höfða til þessa hóps. Til að ná til þeirra þarftu að bæði að hafa í huga að þau nota síður hefðbundna fjölmiðla og eru tæknivæddari en eldri kynslóðir. Því er sérstaklega mikilvægt að bjóða þeim upp á val þegar kemur að greiðsluleiðum, en þar kemur Netgíró einmitt sterkt inn. Því mælum við alltaf með því að vera bæði með hefðbundnar greiðsluleiðir, á borð við greiðslukort, og óhefðbundnar greiðsluleiðir, eins og Netgíró.

Framlegð

Netið er alþjóðlegur vettvangur og stærsta markaðstorg allra tíma. Fyrir vikið eiga notendur afar auðvelt með að bera saman verð milli netverslana, hvort sem þær eru innlendar eða erlendar. Því skiptir miklu máli að notendur finni hvata hjá sér til að versla við innlenda netverslanir og það er undir okkur komið að búa til þá hvata fyrir þá. Verð spilar vissulega stórt hlutverk í þessu, en við getum haft áhrif á aðra þætti. Til að mynda getum við tryggt að það sé bæði einstaklega þægilegt og einfalt að kaupa vörur eða þjónustu í netversluninni okkar. Þá getum við boðið aðrar heimsendingarkosti en erlendar netverslanir (Fáðu vöruna heim að dyrum í dag!) og eins getum við boðið betra val um greiðsluleiðir.

Framlegð snýst hins vegar um meira en að finna rétta verðið. Með því að besta kaupferil notanda, t.d. með því að beita A/B prófunum, má hækka kauphlutfall og auka virði hverra kaupa. Eins er ljóst, að því betri sem kaupferillinn er, því minni líkur eru á að notendur hætti við kaup. Þá ýta hvers kyns greiðslulausnir, svo sem 14 daga greiðslufrestur, undir kaup og því gott að hafa slíka möguleika sýnilega notendum.

Með því aukinni veltu og framlegð verður auðveldara að leggja til fé í aukna markaðssetningu. Þannig haldast framlegð og vöxtur í hendur.

Tryggð viðskiptavina

Það er eitt að ná í viðskiptavini, annað að sannfæra þá um að kaupa aftur vörur eða þjónustu. Margar vefverslanir verðlauna viðskiptavini sem koma aftur og aftur, t.d. með afsláttarkóðum. Í raunheimum sjáum við til að mynda kaffihús og skyndibitastaði notast við stimpilkort, þar sem X skipti er frítt eða að viðskiptavinur fær einhver fríðindi.

Margar vefverslanir nýta einkum tölvupóst og samfélagsmiðla til þess að biðla til og ýta undir tryggð viðskiptavina. Slíkt getur virkað vel, einkum á eldri kynslóðir en þær yngri, t.d. sú kynslóð fæddist um og fyrir aldamótin síðustu (e. millenials), nálgast vörumerki á annan hátt og sýna ekki sömu vörumerkjatryggð og eldri kynslóðir gerðu.

Því þurfum við að skoða aðrar leiðir til að tengjast þeim og því hefur margt markaðsfólk brugðið á það ráð að fá áhrifavalda í lið með sér. Þannig má vissulega ná til yngri kaupenda en mikilvægt að vanda valið á þeim áhrifavöldum sem þú vilt starfa með.

Í raun mætti segja að til að auka tryggð viðskiptavina gildi hið margsannaða lögmál markaðsfræðinnar: Þekktu viðskiptavin þinn! Til að auka tryggð hans, verðlaunaðu hann. Margar netverslanir bjóða notendum sem hætta við kaup afslátt ef þeir snúa aftur og klára kaup, en gleyma að verðlauna þá sem versla aftur og aftur.

Við getum hjálpað þér

 er frábær og einföld , sem tugþúsundir Íslendinga þekkja og nota daglega. Það hefur margsannað sig að vefverslanir sem bjóða upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir ná inn meiri sölu og þar kemur Netgíró sterkt inn.

Hafðu samband ef þú vilt bjóða upp á Netgíró. Við getum aðstoðað þig við að koma greiðslulausninni upp í vefversluninni þinni. Við hlökkum til að heyra frá þér.