Ef þú hefur gaman af því að lesa þér til um vefverslun og skoða hvernig best sé að haga vefversluninni þinni, þá er auðvelt að finna fjölmargar góðar greinar, samantektir, skoðanir og álit. Og jafnvel þó að það sé gaman að lesa þessa texta, þá er staðreyndin sú að fæst okkar höfum tíma fyrir það. Þess vegna höfum við í Netgíró tekið saman 15 staðreyndir um vefverslun sem gott er að vita (ekkert að þakka!). 

 • 76% Bandaríkjamanna versla á netinu, 88% Íslendinga!
  Í skoðanakönnun sem Maris College og National Public Radio (NPR) gerðu á þessu ári þá kom fram að 76% Bandaríkjamanna versla á netinu. Ef grafið er dýpra ofan í þessu gögn kemur í ljós að fjórðungur þeirra keyptu vöru eða þjónustu á netinu að minnsta kosti einu sinni í mánuði og 16% þeirra að minnsta kosti einu sinni í viku.
  Hérlendis var hlutfall þeirra sem hafa keypt á netinu einhvern tíma á síðustu 12 mánuðum 88%, og voru heldur fleiri konur en karlar sem höfðu verslað á netinu og eins voru notendur utan höfuðborgarsvæðisins líklegri til þess (sjá: Rannsóknarsetur verslunarinnar).
 • 54% af verslun á netinu mun fara fram í gegnum snjalltæki árið 2021
  Því er spáð að 53,9% allra kaupa á netinu árið 2021 muni fara fram í gegnum snjalltæki. Líklega ertu ekki að heyra af þessu í fyrsta sinn og enn síður möntruna “Mobile first”, en þrátt fyrir það þá finnst aðeins 12% notenda þægilegt að kaupa á netinu í gegnum snjalltæki (sjá: Statista – Mobile eCommerce dossier, Barilliance). Könnun leiddi nýlega í ljós að allt að 73% notenda hætta við kaup í gegnum snjalltæki ef hönnun er slæm eða tekur ekki mið af snjalltækjum.
  Árið 2017 höfðu 54% svarenda í könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar keypt vöru í gegnum snjalltæki og voru það einkum yngri notendur sem höfðu tileinkað sér það að nota síma við kaup (sjá: Rannsóknarsetur verslunarinnar), þannig að það er enn mikilvægara hérlendis að gera ráð fyrir snjalltækjanotendum.
 • 70% notenda hætta við kaup
  Hlutfall þeirra notenda sem hætta við kaup er mjög hátt, að meðaltali 69.57%. Þrátt fyrir að þessi tala kunni að virka há, þá er engin ástæða til að fara á taugum. Margir af þeim sem hætta við kaup ætluðu hvort sem er aldrei að kaupa neitt, þeir eru líklega að fara í gegnum vefverslanir og kaupferla í leit að innblæstri, leika sér eða að einfaldlega bara að skoða (sjá: Baymard).
  Þá er líka gott að hafa í huga, að margir notendur vilja skoða og kynna sér vöru á netinu áður en farið er í verslun til að kaupa hana. Þannig hafa 61% íslenskra notenda skoðað vöru á netinu áður en hún var keypt  (sjá: Rannsóknarsetur verslunarinnar). 
 • Meira en helmingur ungra notenda vill geta valið um fjölbreyttar greiðsluleiðir
  Í rannsókn sem BigCommerce gerði kom í ljós að meira en helmingur notenda af yngri kynslóðum eru líklegri til að kaupa, ef þeim standa til boða fjölbreyttar greiðsluleiðir, eins og Netgíró.
  ecommerce report
 • Meðalvirði kaupa hækkar ef notendur geta dreift greiðslum
  Með því að bjóða notendum upp á margar mismunandi greiðsluleiðir þá hækkar meðalvirði kaupa. Vefverslanir sem bjóða upp á Netgíró og greiðsludreifingu Netgíró sjá allt að 68% hækkun meðalvirðis kaupa.
 • Bretar eyða mestu á netinu miðað við höfðatölu
  Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn eyði mestu á netinu, þá eru Bretar stórtækari, miðað við hina sívinsælu höfðatölu. Kínverjar eyða hins vegar hæsta hlutfalli launa sinna á netinu (sjá: eCommerce wiki). 
 • 92% bandarískra netnotenda hafa keypt á Amazon
  En ef við miðum við þjóðina í heild sinni, þá hafa 66% Bandaríkjamanna verslað í þeirri vefverslun (sjá: NPR/Marist)
  Íslendingar eru einnig virkir notendur erlendra vefverslana og árið 2017 höfðu yfir 80% þeirra sem hafa keypt vörur á netinu notast við erlendar vefverslanir (sjá: Rannsóknarsetur verslunarinnar). 
 • Sunnudagur er virkasti vikudagurinn þegar kemur að vefverslun
  Eins og við fjölluðum um fyrir skemmstu, þá er sunnudagur stærsti dagurinn þegar kemur að vefverslun, og þá einkum fyrir hádegi, þegar verslanir og verslunarmiðstöðvar eru lokaðar. 
 • 87% notenda finnst samfélagsmiðlar hafa áhrif á kauphegðun sína
  Langflestir notendur segja að samfélagsmiðlar og viðvera fyrirtækja og vörumerkja þar hafi áhrif á kauphegðun sína. Auk þess segja 75% notenda að horfa á myndbönd á netinu hafi haft áhrif á val þeirra á vörum og þjónustu (sjá: Adweek). 
 • 75% notenda segja greiðsluferlið vera mikilvægustu hraðahindrunina
  Sífellt erfiðara er að fylgja eftir allri þeirri öru þróun sem er í vefverslun, hvort heldur sem er fyrir vefverslunareigendur eða notendur. Hraði og gæði greiðsluferils er eitthvað sem getur haft veruleg áhrif á kauphegðun, því einfaldara og öruggara sem greiðsluferlið er, því líklegra er að notendur kaupi. 
 • 75% notenda vilja fá fría heimsendingu
  Frí heimsending er gott sem orðin skylda, því notendur ganga hreinlega út frá henni, jafnvel þó verslað sé fyrir lágar upphæðir (sjá: NRF).
  Langflestir íslenskir notendur vilja fá vörur sendar heim að dyrum, en þó er áberandi hversu margir notendur utan höfuðborgarsvæðisins vilja heldur sækja á pósthús og hugsanlega spilar þar sendingarkostnaður stórt hlutverk (sjá: Rannsóknarsetur verslunarinnar)
 • 39% reikna með að geta skilað og skipt
  Bandarískir notendur meta ekki eins vel að geta skilað og skipt, eins og að fá fría heimsendingu. 39% þeirra segja að ef það er auðvelt að skila og skipta, þá séu þeir líklegri til að kaupa af viðkomandi vefverslun, en að sama skapi þá er vöru sjaldan skilað. 65% notenda segja að þeir skili nær aldrei vöru og 26% segjast aldrei hafa gert það (sjá: NPR/Marist)
 • 126 milljörðum dollara var eytt á netinu fyrir jólin 2018
  Árið 2018 var algjör metár í vefverslun í Bandaríkjunum og var 16,5% meiri eyðsla en árið áður (sjá: Reuters). Við hjá Netgíró sáum enn meiri aukningu hérlendis og reiknum við með því að þetta ár verði enn stærra. Þess má auk þess geta, að árið 2017 eyddu Íslendingar meira en 13 milljörðum íslenskra króna á netinu og jókst þá vefverslun fyrir jólin það ár um 59% milli mánaða (sjá: Rannsóknarstofnun verslunarinnar).
 • 34% notenda segja að þurfa að útbúa notendaprófíl hafi orðið til þess að þeir hættu við kaup
  Mörgum notendum vex í augum að þurfa að útbúa notendaprófíl til þess að geta verslað hjá vefverslunum og er ein stærsta ástæða þess að notendur hætta við kaup (sjá: Baymard).
 • Drukknir Bandaríkjamenn eyða 30 milljörðum dollara á netinu árlega
  Svo virðist sem margir Bandaríkjamenn njóti þess að versla eftir að hafa fengið sér aðeins í aðra tánna. Árið 2018 eyddi meðalnotandinn um 450 dollurum eftir að hafa neytt áfengis (sjá: NBC News). Ætli hið sama megi segja um Íslendinga?